Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2005 07:44

All Senses valið fulltrúi Íslands á uppskeruhátíð Flugleiða

Verkefni ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi, All Senses Awoken – Upplifðu allt, vex stöðugt fiskur um hrygg. Eins og greint hefur verið frá áður í Skessuhorni er um að ræða þverfaglegt samstarf aðila sem stunda ferðaþjónustu í landshlutanum með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Vesturlandi. Nú eru 17 fyrirtæki í verkefninu en starfsmaður hópsins er Þórdís G Arthursdóttir, ráðgjafi.

 

Verkefnið hefur nú síðsumars hlotið athygli ýmissa aðila. Þar má nefna að danskir sjónvarpsmenn skoða að láta taka hér upp 6 sjónvarpsþætti sem fjalla um danskar athafnakonur. Verður þá fjölskrúðug náttúrufegurð landshlutans í brennidepli. Fyrir skömmu útnefndu síðan Flugleiðir verkefnið sem annað af tveimur athyglisverðum nýjungum í ferðaþjónustu hérlendis og þar með til þátttöku í uppskeruhátíð Flugleiða sem fram fer á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn í byrjun september. Þangað er boðið um 100 ferðasöluaðilum. Fulltrúar All Senses verða þær Hansína B Einarsdóttir, framkvæmdastjóri á Hótel Glym og Þórdís G Arthursdóttir, starfsmaður verkefnisins.

Um miðjan september fer síðan 19 manna hópur út og verður með öfluga kynningu á Vestnorden ferðakauspstefnunni þar sem koma nærri 200 erlendir ferðaheildsalar alls staðar að úr heiminum.

“Í All Senses eru samkeppnisaðilar að vinna saman, hver með sitt sérsvið og sérþekkingu sem nýtist vel og allir njóta góðs af. Búið er að hanna merki fyrir hópinn þar sem náttúran og samvinnan koma fram. Merkið verður notað í fyrsta sinn á uppskeruhátíð Flugleiða þann 1. september nk. Nú er einnig verið að vinna kynningarefni þar sem aðilarnir kynna á mjög hnitmiðaðan hátt í hverju þeirra þjónusta er fólgin, hvaða aðra þjónustu er hægt að fá á viðkomandi stað og síðan áhugaverða staði í næsta nágrenni. Þetta er lofsvert framtak þessara fyrirtækja og á eftir að skila auknum hagvexti á heimaslóð,” segir Þórdís í samtali við Skessuhorn.

Þegar litið er yfir félagalista þeirra 17 aðila sem nú eru skráðir í verkefnið vekur athygli hvað fjölbreytnin er mikil.  Menningar- og söguleg setur, tónlistarstaður, fjórhjólaferðir, klifur, eyjasiglingar, golf, fyrsta flokks tjaldsvæði, góðir matsölustaðir auk fjölbreyttra gistimöguleika. Í verkefninu sameinast m.a. þrír golfklúbbar á Vesturlandi, þ.e. á Akranesi, Borgarnesi og í Grundarfirði að öflugri markaðssókn þeirra ágætu golfvalla sem þar eru og verður fróðlegt að fylgjast með árangri af því starfi sérstaklega. “Þetta samstarf á vettvangi All Senses hefur vakið mikla eftirtekt nú þegar og hefur m.a. Útlutningsráð fylgst náið með verkefninu og veitt ýmsa ráðgjöf. Fyrir hönd hópsins er ég því bjartsýn á að svo náið samstarf grasrótarinnar á sama landssvæði muni skila mjög góðum árangri og munu sjást þess merki þegar á næsta ári,” sagði Þórdís að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is