Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2005 04:01

Getspakir hittast á laugardögum í vetur

Jafnvel þótt að úrslit sumarboltans í knattspyrnu séu brátt að verða ráðin munu getspakir fótboltaáhugamenn síður en svo setja getskóna á hilluna.  Knattspyrnufélag ÍA, í samvinnu við Íslenskar getraunir, hefur undanfarin 4-5 ár staðið fyrir einni stærstu fjáröflun félagsins með því að tippa á úrslit leikja í enska boltanum og merkja númer félagsins (300) á tippseðilinn, er félagið styrkt um 270-380 krónur fyrir hvern seðil. 

 

Að sögn Guðlaugs K. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra KÍA hefur talsverð stemning myndast í kringum þessa getspá á liðnum árum.  Á hverjum laugardagsmorgni í vetur munu kátir getspekingar mæta í félagsaðstöðuna að Jaðarsbökkum og gæða sér þar á kaffi og kökum yfir spjalli og spekúleringum komandi leikja.  Mjög góð þátttaka hefur einnig verið í svokölluðum hópleik þar sem hópar um allt land taka þátt og tippa til verðlauna.  “Það hafa um 50 til 60 hópar tekið þátt hjá okkur þó svo ekki allir komist í hús til okkar” segir Guðlaugur, en einnig er hægt að taka þátt í gegnum vefsíðu knattspyrnufélagsins, www2.ia.is/kia og síðu Íslenskrar getspár; www.1X2.is.

“Oft myndast góð stemning þegar menn tippa því auðvitað hafa menn misjafnar skoðanir á ensku liðunum.  Mikið er spáð í gengi hópa meðan á hópleiknum stendur og ræða menn sín á milli hvað þurfi til að vinna því hópleikurinn stendur yfir í tíu vikur og gildir besta tipp átta vikna hjá hverjum hópi.”  Afar spennandi verðlaun eru í boði fyrir sigurliðið í leiknum, þar með talin ferð á leik í ensku deildinni með öllu. “Þátttakan er öllum opin og nýir spekingar, og hvað þá hópur spekinga, eru eindregið hvattir til leiks.  Ekki er þörf á sérþekkingu tengdri boltanum því áhugi og gott skap er allt sem þarf til að hafa gaman af.  Þá er bara ráð að mæta í kaffispjall á laugardaginn uppí Jaðarsbakka á milli klukkan 10 og 13 til að freista gæfunnar, kannski lánið liggi í boltanum,” spyr Guðlaugur að lokum

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is