Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2005 10:46

Framkvæmdir hafnar við stórhýsi á Miðbæjarreit á Akranesi

Í liðinni viku hófust framkvæmdir við grunn fyrri íbúðablokkarinnar af tveimur sem Skagatorg ehf. mun reisa á Miðbæjarreitnum á Akranesi. Það er verktakafyrirtækið Húsbygg sem annast framkvæmdirnar. Húsið sem stendur á gatnamótum Stillholts og Kalmansbrautar verður 10 hæðir auk kjallara og bílgeymslu og í því verða 36 íbúðir. “Við ætlum okkur 12 mánuði við að steypa húsið upp og aðra 6 mánuði til frágangs þannig að eftir hálft annað ár ættu nýir íbúar að geta flutt inn,” sagði Björn Traustason, framkvæmdastjóri Skagatorgs í samtali við Skessuhorn. Húsið verður staðsteypt, klætt áli og miðast allur frágangur við að gera það viðhaldsfrítt að utan. Björn segir að nánari kynning á húsinu fari af stað fljótlega fyrir væntanlegum kaupendum og gerir ráð fyrir að vel gangi að selja íbúðirnar í því enda um góða eign að ræða á góðum stað.

 

Aðspurður um hvernig gengið hafi að fá mannskap af svæðinu til verksins, segir Björn að fáir heimamenn hafi sótt um enn sem komið er. Heimamenn séu þó ávalt velkomnir sem starfsmenn en þangað til þeir sækja um í auknum mæli verði að fá iðnaðar- og verkamenn af höfuðborgarsvæðinu til framkvæmdanna.

 

Einnig verslunarmiðstöð

Í haust verður einnig byrjað á framkvæmdum við 5000-6500 fermetra verslunarmiðstöð á Miðbæjarreitnum. Skagatorg ehf. annast þær framkvæmdir einnig en verkkaupinn er Smáragarður ehf. fasteignafyrirtæki í eigu Jóns Helgasonar og fleiri. Smáragarður er í eigu sömu aðila og reka stórverslanir á borð við Byko, Krónuna, Nóatún, Húsgagnahöllina og Intersport. Telja verður líklegt að m.a. útibú frá einhverjum af þeim verslunum verði til húsa í nýju verslunarmiðstöðinni sem á að verða tilbúin eftir ár. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is