Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2005 07:55

Landið lifnar við - Grátt verður grænt við rætur Hafnarfjalls

Síðastliðinn laugardag stóð Landgræðslufélagið sunnan Skarðsheiðar fyrir kynningu á uppgræðsluverkefni undir Hafnarfjalli sem unnið hefur verið að síðastliðin 6 ár. Verkefnið var kynnt í máli og myndum, útkomu verkefnisins gerð góð skil og að sjálfsögðu var svo boðið upp á kaffi og meðlæti með spjalli og spekuleringum aðstandanda og annarra áhugamanna verkefnisins.  Hafnarskógur hefur af mörgum verið talinn einn af merkilegasti birkiskógur landsins. Skógurinn sjálfur og landssvæðið við rætur Hafnarfjalls var þó verulega farinn að láta á sjá undan harðri hendi veðurs og vinda.  Það var fyrir tilstilli Guðrúnar Jónsdóttur, fv. framkvæmdastjóra Markaðsráðs Borgfirðinga, að hugmynd að uppgræðsluverkefni undir Hafnarfjalli var sett fram og henni var svo komið í framkvæmd árið 1999. Markaðsráð Borgfirðinga hvatti bændur, þá þegar áhugasama og kappsfulla bændur og landeigendur við rætur Hafnarfjalls allt frá Skeljabrekku í norðri að Neðra-Skarði í Leirá- og Melasveit í suðri (alls 17 jarðir) til að sækja um styrki til verkefnisins.  Landgræðslan kom fljótlega til sögunnar og sá um áætlanir og skipulagningu verkefnisins. 

Veglegir styrkir fengust frá Pokasjóði verslunarinnar frá árunum 1999 til ársins 2003 en verkefni þetta er það stærsta sem Pokasjóður hefur styrkt. Að verkefninu koma einnig Skógræktarfélagið, Borgarfjarðarsveit og Vegagerðin.  Markmið verkefnisins var kynnt sem þríþætt, þ.e. að vernda og stækka Hafnarskóg, að breyta eyddu landi í nytjaland og að skýla umferð fyrir vindum og skafrenningi. Bændur létu svo sannarlega ekki á sér standa heldur tóku strax höndum saman og sáu um mestalla framkvæmd verkefnisins, sáningu og þ.h. Ungmenni úr Borgarfjarðarsveit og vinnuskóli sveitarinnar lögðu einnig sitt að mörkum við gróðursetningu trjáa.

 

Baldvin Björnsson, bóndi á Skorholti og formaður Landgræðslufélagsins sunnan Skarðsheiðar segir að svæðið í heild sinni sé um 3500 hektarar og af því hafi þurft að græða upp um 2000 hektara.  Í dag hafa u.þ.b. 1500 hektarar verið græddir upp og telur Baldvin að lítið þurfi að eiga við þau svæði í framtíðinni nema veita þeim áframhaldandi umhyggju og viðhald. “Mikil ánægja ríkir meðal aðstandanda hversu vel öll vinna og allt samstarf hefur gengið,” segir Baldvin.  Þórunn Pétursdóttir, héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins er einnig á sama máli og segir að öll framkvæmd hafa gengið mjög vel og uppgræðsla hafi gengið hraðar en vænst var. “Verkefnið hefur gengið fullkomlega eftir áætlun og vonum framar,” bætir Friðrik Aspelund, skógfræðingur einnig við.

Framtíð uppgræðsluverkefnisins undir Hafnarfjalli er spennandi. Þórunn segir að ætlunin sé að að halda áfram að hlúa að því sem fyrir er auk þess að vinna þá nokkru hektara sem eftir eru.  “Við höfum hug á að bæta við birkitrjám, m.a. á lúpínusvæðið. Plöntun trjáa upp með fjallinu er einnig framarlega á lista og takmarkið er að tengja það svæði skjólveggnum uppmeð þjóðvegi og brjóta þannig niður vindinn fyrr. Skjólveggurinn grær vel en er ekki nægjanlegur einn og sér,” útskýrir Þórunn að lokum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is