Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2005 03:04

Bensíndropinn á misjöfnu verði á Vesturlandi

Verð á eldsneyti hefur farið hratt hækkandi undanfarnar vikur. Í kjölfar fellibylsins á Mexíkóflóa hefur verðið komist í hæstu hæðir. Ekki er sama hvar bíleigendur stoppa til þess að taka eldsneyti og þar getur munað nokkrum krónum á hvern lítra bensíns. Skessuhorn gerði lauslega könnun á bensínverði á Vesturlandi í dag, föstudaginn 2. september. Ef marka má heimasíður olíufélaganna er lítrinn af 95 oktana bensíni ódýrastur hjá ÓB á Akranesi og í Borgarnesi. Á þessum stöðvum kostaði lítrinn 116.30 krónur. Á bensínstöðvum Skeljungs og Esso á Akranesi kostaði lítrinn 117,00 krónur. Á stöðvum þessara félaga í Borgarnesi kostaði lítrinn hinsvegar 117,70 krónur. Hjá Skeljungi í Ólafsvík kostar lítrinn 118,70 krónur og hjá Esso í Grundarfirði og hjá Skeljungi í Húsafelli kostaði hann 120,70 krónur.

 

Bensínverð á landinu virðist hins vegar lægst á stöðvum Orkunnar. Þar kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 116,20 krónur. Sama verð er hjá stöðvum þess félags um land allt, meðal annars í Súðavík. Hjá Atlantsolíu var verðið hinsvegar 116,30 krónur á hvern lítra. Í öllum tilfellum er miðað við sjálfsafgreiðsluverð. Auk þess má fá afslátt af uppgefnu staðgreiðsluverði með notkun viðskiptakorta félaganna og inneignarkorta. Nemur sá afsláttur allt að tveimur krónum á hvern lítra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is