Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2005 02:39

Heilsársháskóli á Bifröst hringdur inn

Runólfur Ágústsson, rektor varar við of mikilli Evrópuvæðungu íslenskra háskóla

 

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst setti skólann kl. 14 í dag með því að hringja inn nýtt háskólaár með gamalli skólabjöllu sem notuð var til að kalla nemendur við skólann til tíma á fyrri hluta síðustu aldar.  Þetta háskólaár er það fyrsta í nýju námskerfi skólans sem gefur duglegum nemendum færi á að ljúka sínu námi allt að ári fyrr en til þessa hefur verið hægt með því að stunda nám allt árið. Aldrei hafa fleiri stundað nám við skólann, en skráðir nemendur þetta háskólaárið eru um 680, bæði í stað- og fjarnámi, í grunn og meistaranámi.  Nýnemar í staðnámi eru 171 en alls bárust skólanum um 400 umsóknir fyrir þetta háskólaár.

 

Í setningarræðu sinni  varaði rektor við of mikill Evrópuvæðingu íslenskra háskóla og sagði miðstýringu, stöðlun og ríkisrekstur einkenna evrópska háskóla þvert á það sem þekktist í löndum eins og Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu þar sem háskólakerfið einkenndist af samkeppni, krafti og fjölbreytni.  Runólfur benti á að enginn evrópskur háskóli utan Bretlands, væri á meðal bestu háskóla í heimi og vararði sérstaklega við lögfestingu hins svokallaða Bolognaferlis sem hann sagði að myndi skerða fullveldi þjóðarinnar yfir háskólum sínum.  Hann sagði m.a: 

Nú er eðlilegt að spyrja hvort val okkar standi um staðla, ríkisrekstur og miðstýringu annars vegar og um samkeppni, kraft og fjölbreytni hins vegar.  Slík er auðviðað ofureinföldun.  Verkefni okkar er að taka það besta úr báðum kerfum, taka þátt í evrópsku háskólasamstarfi að því marki sem slíkt hentar, en ekki meir.  Við stöndum á hliðarlínu Evrópu og skulum, meðan við erum þar, ekki éta upp hráar allar þær reglur og alla þá staðla sem þaðan koma.  Slíkt er ekki bara óþarfi, heldur stundum skaðlegt og engin aðkallandi þörf er á því að lögleiða Bolognaferlið hérlendis.  Við eigum að nota það sem viðmið þar sem það á við til að tryggja gæði og góða skóla, ekki meir. Þvert á móti eigum við að miða okkar háskóla við það sem best gerist í heiminum.  Það á að vera okkar markmið.  Allt annað er óásættanlegt til framtíðar.  Við skulum því ekki Evrópuvæða háskólana okkar of mikið.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is