Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2005 09:32

Mikil aðsókn á vel heppnaðan sveitamarkað

Síðastliðinn sunnudag var haldinn sveitamarkaður í gamla sláturhúsinu að Laxá í Leirársveit. Áhugi var mikill fyrir þessari skemmtilegu hugmynd meðal íbúa og þátttakenda og að sögn Jóhönnu Harðardóttur var aðsóknin framar öllum vonum. “Um leið og orð spurðist út um uppsetningu markaðarins fóru umsóknir um þátttöku að streyma inn,” segir Jóhanna og bætir við; “einstaklingar sunnan af Reykjanesi og alla leið norður á Snæfellsnes pöntuðu hér pláss.”

 

Á markaðnum kenndi ýmissa grasa, allt frá handverki til hefðbundins íslensks matar. Angan af nýbökuðum vöfflum og kaffi ásamt líflegum tónum harmonikkuspils fyllti svo loftið sem sannarlega bætti skemmtilega stemningu sem hélst allan daginn. Fullt var út úr dyrum á meðan á markaðnum stóð og voru bæði aðstandendur og gestir einkar kátir og ánægðir með þessa nýjung. Hvað framtíð markaðsins varðar segir Jóhanna að allt velti nú á eiganda húsnæðisins. “Hugmyndir eru uppi um að markaðurinn verði gerður að föstum helgaratburði næsta sumar og jafnvel að það verði sett upp lítið kaffihús með aðstöðu til listsýninga,” bætir Jóhanna við og er alsæl með þessa fyrsta tilraun að sveitamarkaði á bökkum Laxár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is