Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2005 02:20

Skonnortan Haukur í Ólafsvíkurhöfn

Skonnortan Haukur frá Húsavík sigldi seglum þöndum til hafnar í Ólafsvík í fyrrakvöld. Skonnortan er tveggja mastra eikar seglskúta í eigu Norðursiglinga á Húsavík. Hún er á leið til Reykjavíkur og er tilgangur ferðarinnar að þjálfa áhöfnina í siglingum ásamt því að kynna skonnortuna fyrir ferðaþjónustuaðilum.

Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973. Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti hann árið 1996 og breytti honum í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortur er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur.

Hvass vindur var á Breiðafirðinum sem reyndi bæði á áhöfn og bát en ferðin  gekk vel.  Áhöfnin var fegin landtökunni. Áætlað var að skonnortan héldi förinni áfram í gærkvöldi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is