Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2005 04:55

Bensínfnykur kvelur íbúa

Íbúar við Esjuvelli og Esjubraut á Akranesi hafa undanfarna daga kvartað undan bensínfnyk er leggur upp úr niðurföllum húsa. Þann 2. september varð óhapp við bensínstöð Olís við Esjubraut en skjótt var brugðist við og er því fnykurinn nú nokkur ráðgáta. Það voru starfsmenn Olíudreifingar sem voru að dæla bensíni í birgðatank bensínstöðvarinnar þegar mistök urðu við tengingu. Að sögn Árna Ingimundarsonar forstöðumanns þjónustusviðs Olíudreifingar er talið að um 200 lítrar af bensíni hafi lekið niður. Miklar öryggisráðstafanir eru gerðar við hönnun bensínstöðva til að koma í veg fyrir að bensín og olía, sem hellist niður, berist í holræsakerfi. Má þar nefna að þrær eru byggðar utan um bensíntanka og einnig gildrur og skiljur. Strax og óhappið átti sér stað var kallaður til hreinsibíll og dældi hann upp úr þró við stöðina. Einnig var dælt úr skilju stöðvarinnar. Einnig voru menn frá áhaldahúsi bæjarins fengnir til að skola út holræsalagnir í nærliggjandi götum. Telja verður líklegt að þar sem bensínfnykurinn var víða mjög megn upp um niðurföll að einhver búnaður sem girða á fyrir að bensín komist í holræsin hafi brugðist.

 

Aðspurðir töldu þó starfsmenn Olíudreifingar ólíklegt að bensínið hafi borist í holræsakerfi bæjarins. Í kjölfar kvartana frá íbúum í nágrenninu var hreinsibíll aftur kallaður til tveimur dögum síðar og ítrekað síðar. Laufey Sigurðardóttir, heilbrigðisfulltrúi á Akranesi segir starfsmenn Olíudreifingar hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að tryggja að bensínið bærist ekki í holræsakerfið. Í kjölfar frekari kvartana íbúa á undanförnum dögum hafi málið verið rannsakað enn frekar en ekkert nýtt hafi komið í ljós sem orsakað gæti fnykinn. “Því beinast augu manna óneitanlega að því hvort einhver íbúi hafi hellt niður bensíni. Um það er ekkert hægt að fullyrða og því verði málið rannsakað áfram,” segir Laufey.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is