Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2005 02:06

Hættir á bókasafninu eftir 48 ára starf

Þessa dagana lætur Ásta G. Ásgeirsdóttir af störfum hjá Bókasafni Akraness. Slíkt væri að sjálfsögðu vart fréttaefni ef ekki væri fyrir það að Ásta er eldri en tvævetur í starfi. Hún hóf störf við bókasafnið 1. október 1958 og hefur því starfað þar samfellt í tæp 48 ár. Ekki þarf að taka fram að hún á lengstan starfsaldur allra á bókasafninu. Þegar hún hóf störf var Sveinbjörn Oddsson bókavörður. 

Ásta hefur lánað nokkrum kynslóðum Skagamanna bækur og margir telja vart hægt að hugsa sér bókasafnið án hennar enda er nafn hennar oftar en ekki nefnt í samhengi við það. Þegar hún hóf störf var safnið á Kirkjubraut 8 í fremur lélegum húsakynnum. Árið 1972 bættust aðstæður bókaorma mikið er safnið flutti í núverandi húsakynni að Heiðarbraut 40. Þar hefur starfsvettvangur Ástu verið síðan.

 

Bæjarráð Akranesskaupstaðar boðaði Ástu á sinn fund á fimmtudaginn í liðinni viku þar sem henni voru þökkuð áratuga vel unnin störf í þágu íbúa sveitarfélagsins. Í kaffisamsæti af þessu tilefni voru rifjaðar upp margar sögur af langri starfsævi Ástu. Í samtali við við Skessuhorn sagði Ásta að starfið á bókasafninu hafi ávallt verið mjög gefandi enda stór hluti viðskiptavina safnsins börn og unglingar. Fáir ef nokkrir þekkja því betur þá breytingu sem orðið hefur á mannlífinu undanfarna áratugi en Ásta.

 

Í dægurmálaumræðu liðinna ára hefur oft komið fram að börn og unglingar í dag standi töluvert að baki jafnöldrum sínum á fyrri árum. Ásta tekur ekki undir þetta. Hún segir börn og unglinga í dag opnari persónuleika en áður og kannast ekki við að uppeldi þeirra hafi hrakað á liðnum árum.

Gísli Gíslason bæjarstjóri flutti ávarp á bæjarráðsfundinum þar sem hann þakkaði Ástu langa og dygga þjónustu við bæjarbúa og óskaði henni velfarnaðar á komandi árum. Færði hann henni að sjálfsögðu bókargjöf í tilefni tímamótanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is