Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2005 08:10

Kennarar í Brekkubæjarskóla neita tímaskráningu

Kennarar við Brekkubæjarskóla á Akranesi neita að nota tímaskráningarkerfi sem sett hefur verið upp í skólanum líkt og í öðrum stofnunum sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem þeir hafa sent bæjarráði.  Forsaga málsins er sú að á síðasta ári var tekin sú ákvörðun í bæjarstjórn Akraness að taka upp viðveru- og skráningarkerfið Tímon, sem nota skyldi fyrir allar stofnanir sveitarfélagsins. Hefur undanfarna mánuði verið unnið að því verkefni af starfsfólki launadeildar bæjarins. Í bréfi sem Jón Pálmi Pálsson bæjarritari skrifaði bæjarráði kemur fram að í sumar hafi verið lokið uppsetningu kerfisins hjá öllum stofnunum að undanskildum grunnskólum og tónlistarskóla bæjarins. Á þeim bæjum var hins vegar hafist handa við uppsetningu við upphaf skólaárs ásamt því að haldnir voru kynningarfundir í grunnskólunum og er reiknað með að kerfið verði að fullu komið í gagnið um áramót.

 

 

Peningum og tíma betur varið í annað 

Í bréfi sem kennarar við Brekkubæjarskóla hafa sent bæjarráði er tilkynnt að þeir muni ekki nýta kerfið. Í bréfinu segjast þeir hafa áratugum saman lagt bæjarfélaginu til vinnuaðstöðu á heimilum sínum “án þess að nokkurn tíma hafi verið gerð tilraun til að mæla þetta framlag til fjár í okkar vasa,” eins og segir orðrétt í bréfinu. Þá segjast þeir vinna nú undir nauðungarsamningum sem þvingað hafi verið upp á stéttina með lagasetningu og hótunum. “Við þessar aðstæður fáum við núna boð um að við skulum fara að mæla vinnuframlag okkar með stimpilklukku en ekki eigi að borga eftir mælingunni, heldur sé þetta einkum gert til að hjálpa okkur að fylgjast með okkar eigin vinnutíma,” segir í bréfinu. Telja þeir að þar sem kerfið kosti peninga og tíma sé þeim verðmætum betur borgið í annað. “Við munum því hvorki ansa þessu boði og hvorki skrá okkur út né inn á okkar góða vinnustað,” segir orðrétt.

Jafnframt segjast þeir í bréfinu fagna öllum góðum hugmyndum bæjaryfirvalda um bætta aðstöðu nemenda, betra húsnæði og fleiri þátta. Þá vilja kennararnir gjarnan sjá tilboð um bætt kjör þeim til handa og minna á að til séu bæjarfélög sem leggja kennurum til fartölvur til að létta þeim störfin. “Hvernig væri nú að bærinn sýndi þann dug að taka forystu í að bæta hag þeirra stétta sem vinna að málefnum barna á Íslandi. Það væri mannsbragur að slíkri stefnubreytingu mitt í fjármálasukki þjóðarinnar,” segir að lokum í bréfi kennara Brekkubæjarskóla.

 

Boðað til fundar

Í bréfi bæjarritara kemur fram að honum komi á óvart þau viðbrögð sem fram koma í bréfi hluta starfsmanna Brekkubæjarskóla eins og hann kemst að orði. Vísar hann til laga um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla þar sem meðal annars segir: “Starfsmenn skulu koma stundvíslega til starfa, hvort heldur er að morgni eða eftir hlé. Yfirmenn skulu fylgjast með stundvísi starfsmanna. Hafa skal stimpilklukku á skrifstofum og vinnustofum, þar sem því verður við komið, og halda skal skrá um hvernig starfsmenn koma til vinnu.”

Bæjarritari sér því ekki vandamálið við að kennarar skrái viðveru sína á vinnustað með sama hætti og aðrir launþegar sveitarfélagsins hafa gert til fjölda ára. Bæjarráð ákvað að boða sviðsstjóra fræðslu,- tómstunda og íþróttasviðs, skólastjórnendur og trúnaðarmenn Brekkubæjarskóla á fund ráðsins og vísaði bréfi kennara einnig til umfjöllunar skólanefndar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is