Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2005 09:35

Útboð á GSM þjónustu í undirbúningi

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra segir að Póst- og fjarskiptastofnun undirbúi nú útboð á GSM-þjónustu á þeim svæðum á þjóðvegum landsins og fjölmennustu ferðamannastöðum sem fjarskiptafyrirtækin telja ekki sjálfbær. Slík svæði eru nokkur m.a. hér á Vesturlandi og má nefna nýlega umfjöllun hér í blaðinu á “dauðum köflum” í Dölum sem beinlínis skapar hættu svo sem þegar umferðarslys verða.

Við ráðstöfun þeirra fjármuna sem ríkið fékk í sinn hlut við sölu Símans er gert ráð fyrir að verja 2,5 milljörðum króna til uppbyggingar fjarskiptaþjónustu. Sturla segir að auk GSM-sambands á þjóðvegi nr. 1 sé horft til helstu stofnvega. Í hans huga séu þar ofarlega ýmsir kaflar á láglendi og fjallvegum m.a. á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Einnig er rætt um fjölmenna ferðamannastaði í þessu sambandi sem nú eru án GSM-sambands. Í fréttatilkynningu kemur fram að settur verði á fót sérstakur fjarskiptasjóður sem stuðli að þessari uppbyggingu. Fjarskiptafyrirtækin bjóði síðan í þjónustu á afmörkuðum svæðum með það fyrir augum að tilkostnaður við þjónustuna verði sem minnstur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is