Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2005 01:02

Fiskisagan flýgur

Fiskisagan flýgur heitir ný bók eftir Arnþór Gunnarsson sagnfræðing sem ritar texta og Kristin Benediktsson sem á heiðurinn af ljósmyndunum. Bókin veitir innsýn í störf sjómanna og fiskvinnslufólks fyrir röskum aldarfjórðungi en frá þeim tíma hafa orðið miklar breytingar í útgerð og úrvinnslu afla. Þar er fjallað um útgerðina almennt og sagt frá útgerð á tímamótum, vetrarvertíð, skuttogaraöld, síldarvertíð, loðnuveiðum, rækju- og humarvertíð, hörpudisk og trilluútgerð og einnig störf í landi.

 

Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að sýna helstu þætti útgerðar og fiskvinnslu á áttunda áratug 20. aldar og  draga fram það sem einkenndi sjávarútveginn á þeim  árum og setja atvinnugreinina í samhengi við almenna þjóðfélagsþróun. Opinber byggðastefna áttunda áratugarins átti mikinn þátt í uppgangi sjávarútvegsins, m.a. var markvisst unnið að því að sjávarpláss fengju ný frystihús og einn eða fleiri skuttogara. Útfærsla landhelginnar, fyrst úr 12 mílum í 50 mílur 1972 og síðan í 200 mílur 1975, hafði einnig mikið að segja því þá sátu Íslendingar nánast einir að fiskimiðunum við landið. Sjávarbyggðir nutu góðs af þessari þróun. Þar fjölgaði fólki á sama tíma og dró úr vexti höfuðborgarsvæðisins og íbúum í Reykjavík fækkaði en það hafði ekki gerst áður á öldinni.

Þetta var tími nýrra fiskvinnslustöðva og skuttogara sem komu í stað gömlu síðutogaranna, öflugra loðnuskipa, síldveiða í reknet (auk nótar) og uppgangs í rækju-, humar- og hörpudiskveiðum. Þetta var einnig fyrir tíma kvótans og samþjöppunar fyrirtækja og því var megináhersla lögð á að afla sem mest en minna hugað að gæðum og úrvinnslu en síðar varð raunin. Farandverkafólk setti ennþá sterkan svip á atvinnu- og mannlíf og konur voru orðnar áberandi á vinnumarkaði sem heilsársvinnuafl en erlent vinnuafl var naumast komið til sögunnar. Einnig má nefna að tölvustýrður búnaður í skipum og fiskvinnslustöðvum var ýmist ekki kominn til sögunnar eða var á frumstigi en slík tækni átti eftir að breyta ásýnd sjávarútvegsins svo um munaði. Þetta þýðir að myndirnar verða settar í sögulegt samhengi en upphaflega markmiðið með töku þeirra var að gefa lesendum innsýn í atvinnulíf líðandi stundar.

Ljósmyndirnar bera vott um atvinnugrein í mikilli sókn í verklegu og tæknilegu tilliti en ekki var allt sem sýndist því viðvörunarbjöllur klingdu til merkis um ofveiði og offjárfestingu. Vikið verður að þessari neikvæðu þróun og með því móti er reynt að fyrirbyggja að verkið gefi einhliða mynd af stöðu sjávarútvegsins.

Við val á ljósmyndum var leitast við að sýna fólk við störf til sjós og lands, bæði til að glæða bókina lífi og til að sýna þau vinnubrögð sem tíðkuðust á þeim tíma sem um ræðir. Við gerð bókarinnar var lögð áhersla á að birta aðeins myndir sem talist gátu frambærilegar á prenti.

(fréttatilkynning)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is