Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2005 03:51

Tillögu um nýja 25 metra yfirbyggða sundlaug á Akranesi

Starfshópur um framtíðarskipulag laugarsvæðisins á Jaðarsbökkum á Akranesi hefur samþykkt tillögu um byggingu 25 metra yfirbyggðrar laugar sem skal rísa vestan við núverandi sundlaug. Tillagan liggur nú fyrir bæjarráði. Hópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar þann 14. desember 2004. Hann hefur starfað rösklega undanfarna mánuði og meðal annars haft til hliðsjónar nýsamþykkt deiliskipulag Jaðarsbakka.

 

Í upphafi leitaði starfshópurinn eftir áhuga arkitektastofa um gerð frumtillagna af svæðinu og í framhaldinu voru tvær stofur valdar til verksins. Þegar til kom gat aðeins önnur þeirra skilað inn tillögum. Það voru ASA - arkitektar sem skiluðu inn tillögum í lok maí. Starfshópurinn hefur síðan farið yfir tillögurnar og rætt við þá sem þær unnu. Þá var hún einnig kynnt íþróttafélögum og bæjaryfirvöldum auk þess sem þær hafa verið til kynningar í félagsaðstöðunni á Jaðarsbökkum.

Að fengnum tillögum frá meðal annars Sundfélagi Akraness samþykkti starfshópurinn að óska eftir því við bæjarráð og bæjarstjórn að hópnum verði heimilað að ganga til samninga við ASK - arkitekta á grundvelli tillagna þeirra. Í forsendum verði gert ráð fyrir nýrri yfirbyggðri 25 metra sundlaug með 8 brautum. Laugin verði reist vestan núverandi laugar og að byggt verði yfir núverandi sundlaug að hluta til og með því fengið betra skjól. Sundlaugin verður þó áfram opin og í beinum tengslum við potta- og rennibrautasvæði sem verði þar við hliðina. Þá leggur hópurinn til að einnig verði miðað við að byggt verði sameiginlegt þjónusturýni með klefum, líkamsræktarsal og fleira austan og sunnan við núverandi byggingu. Þá verði miðað við það heildarútlit sem ASK-arkitektar gerðu tillögu um á sínum tíma. Gert er ráð fyrir að tillögur arkitektanna liggi fyrir á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Eins og áður sagði liggur tillaga starfshópsins nú fyrir bæjarráði og verður tekin til umræðu á fundi ráðsins á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is