Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2005 08:52

Yngsti atvinnumaður Íslandssögunnar

Hinn ungi og bráðefnilegi fótboltamaður af Skaganum, Björn Jónsson er nú kominn á samning hjá hollenska liðinu Heerenveer. Þar með er Björn yngsti Íslendingur sem farið hefur á samning hjá erlendu knattspyrnuliði en pilturinn er einungis 14 ára gamall en verður 15 í næsta mánuði. Hann mun leika með unglingaliði Heerenveer B-1 þar sem 15-16 ára leikmenn spila. Björn er reyndar ekki eini Skagamaðurinn sem leikur með yngri flokkum liðsins því Arnór Smárason, 17 ára er einnig á samningi hjá Heerenveer en hann leikur með 19 ára liðinu, þannig að þeir eru báðir að spila með liðum sem að jafnaði skipa eldri leikmenn en þeir sjálfir eru. Saman búa þeir hjá hollenskri fjölskyldu og eru því hvor öðrum til stuðnings á meðan á dvölinni ytra stendur.

 

En fyrir svo ungan leikmann sem Björn vissulega er er atvinnumennskan ekki gallalaus. Þar sem hann er enn á skólaskyldualdri þarf hann að stunda sitt nám sem nemandi í 10. bekk Grundaskóla og þarf því að þreyta samræmd próf næsta vor eins og jafnaldrar hans. Námið verður því að að mestu utanskóla í vetur en hann stundar einnig nám í hollenskum skóla og mun nýta t.d. jólafrí til að sinna náminu og síðustu 3 vikurnar fyrir prófin í maí.

Til að geta orðið samningsbundinn erlendu liði þurfti bæði KSÍ og hollenska knattspyrnusambandið að veita sérstaka undanþágu þar sem Björn er ekki orðinn 16 ára gamall. Samningurinn núna gildir í eitt ár og verður þá endurskoðaður og framlengdur gangi allt vel, en þá er gert ráð fyrir lengri samningi. Björn hefur farið 5 sinnum út til æfinga með Heerenveer en síðast fór hann fyrir 6 vikum. Hann dvaldi hér á landi í nokkra daga fyrr í vikunni og fór meðal annars á æfingu með unglingalandsliðinu hér heima. Aðspurður sagðist hann í samtali við Skessuhorn að dvölin í Hollandi leggðist vel í sig og þar væri t.d. spiluð mun hraðari knattspyrna en hér heima þannig að hann væri nú þegar búinn að ná upp meiri snerpu en áður. Björn lék sinn fyrsta leik með Heerenveer um síðustu helgi og stóð sig mjög vel. “Hann sló í gegn í sínum fyrsta leik, skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu og lagði upp þriðja markið í 3:0 sigri gegn Nec,” segir m.a. á heimasíðu hollenska liðsins. Það verður því sannarlega spennandi að fylgjast með þessum unga og knáa fótboltamanni af Akranesi á næstu árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is