Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2005 10:18

Stjórnsýslukæra enn til umfjöllunar

Stjórnsýslukæra sú sem Guðrún Jóna Gunnarsdóttir sendi félagsmálaráðuneytinu, vegna þeirrar ákvörðunar sveitarstjórar Dalabyggðar að veita henni lausn úr sveitarstjórn Dalabyggðar, er ennþá til umfjöllunar í félagsmálaráðuneytinu. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður frá því að stjórnsýslukæran var lögð fram og fékk hún flýtimeðferð í ráðuneytinu.

 

Forsaga málsins er sú að á hreppsnefndafundi þann 19. apríl lagði oddviti Dalabyggðar fram tillögu um að Guðrúnu Jónu yrði veitt lausn frá setu í hreppsnefnd, þar sem hún hefði flutt úr sveitarfélaginu um stundarsakir til að stunda nám og störf í Reykjavík, „þar til hún tekur aftur búsetu í sveitarfélaginu,” eins og sagði í tillögunni. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur í hreppsnefnd þrátt fyrir áköf mótmæli Guðrúnar Jónu. Í byrjun maí lagði Guðrún Jóna fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt heimildum Skessuhorns fékk málið svokallaða flýtimeðferð í ráðuneytinu en úrskurður liggur ekki ennþá fyrir.

Guðrún Þorsteinsdóttir lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu sem samkvæmt heimildum blaðsins hefur með málið að gera harðneitaði að veita upplýsingar um einstaka þætti þess. Hún neitaði einnig að veita upplýsingar um framgang málsins, hvar það væri statt í kerfinu og hvenær mætti vænta úrskurðar í því. Hún vildi ekki svara þeirri spurningu hvort tregða hennar við upplýsingagjöf stæðist ákvæði Upplýsingalaga.

Ekki náðist í Guðjón Bragason skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is