Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2005 02:26

Sextíu ný störf auglýst hjá Norðuráli á næstunni

Starfsmenn á Grundartanga verða innan tíðar um 600 talsins – með afleiddum störfum 1500

 

Á næstunni mun Norðurál ehf. á Grundartanga auglýsa laus til umsóknar sextíu ný störf hjá fyrirtækinu. Stækkun verksmiðjunnar er nú í fullum gangi og í febrúar er ætlunin að taka fyrstu kerin í þeirri stækkun sem nú er unnið að í notkun. Þeim fjölgar svo þegar líður á árið. Þegar stækkun Norðuráls verður að fullu komin í gagnið munu um 400 manns starfa þar.

 

Að sögn Kristjáns Sturlusonar, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs Norðuráls eru um 67% starfsmanna nú búsettir á Akranesi. Í öðrum nágrannasveitarfélögum búa um 20% starfsmanna og á höfuðborgarsvæðinu búa um 13% þeirra. Karlar eru um 81% starfsmanna en hlutur kvenna hefur verið að aukast enda störfin ekki síður við hæfi þeirra.

Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað við Grundartanga á liðnum árum eins og best má sjá á myndinni hér að ofan sem Mats Wibe Lund tók fyrir nokkrum dögum síðan. Eins og sjá má standa yfir miklar framkvæmdir þar. Járnblendiverksmiðjan, sem fyrst var reist á þessum stað, er í fullum rekstri og þar starfa um 200 manns. Önnur er sú uppbygging sem minna lætur yfir sér á Grundartanga en það er uppbygging hafnarinnar. Á síðasta ári komu 225 flutningaskip þangað og í ár verða þau fleiri. Nú stendur yfir stækkun viðlegukanta. Heildarlengd þeirra var um 370 metrar en nú er verið að lengja þá um 250 metra. Margir telja að þegar upp verður staðið verði höfnin ekki minni stóriðja á svæðinu en verksmiðjurnar tvær, enda er uppbygging ýmissa fyrirtækja á hafnarsvæðinu í undirbúningi. Sumir ganga svo langt að spá því að innan nokkurra ára muni mestur hluti útflutnings landsmanna fara um höfnina á Grundartanga.

Eins og áður sagði verða starfsmenn verksmiðjanna tveggja á Grundartanga eftir stækkun Norðuráls um 600 talsins. Þegar miðað er við að um 1,5 svokölluð afleidd störf við þjónustu, skóla og annað fylgi hverju slíku starfi má ætla að afleidd störf vegna starfseminnar á Grundartanga verði innan skamms a.m.k. 900 talsins. Má því ætla að bein og óbein störf við verksmiðjurnar verði því um 1500. Meðal fjölskyldustærð er 3,7 manns í heimili. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið má áætla að hátt á sjötta þúsund manns tengi lífsviðurværi sitt beint eða óbeint af starfseminni á Grundartanga og er höfnin þá ekki talin með. Þessi fjöldi jafngildir núverandi íbúatölu á Akranesi en þar bjuggu þann 1. desember sl. 5.657 manns. Íbúar á Vesturlandi öllu voru 14.422.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is