Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2005 04:31

Kornuppskerarn í slakara lagi á Vesturlandi

“Þetta er mun lakara en í fyrra en þá var uppskeran líka með eindæmum góð,” segir Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands þegar hann er spurður um kornuppskeruna á Vesturlandi í haust. “Það er ekki uppskerubrestur, það er of mikið sagt, en þetta er frekar lélegt. Ástæðan er einfaldlega sú að að vorið var frekar erfitt, kalt og þurrt, og sumarið var heldur ekki svo beisið. Það er hinsvegar jákvætt að íslensku tegundirnar Skegla og Kría eru að koma vel út þrátt fyrir lélegt sumar. Þá kemur einnig á móti að bændur hér eru búnir að ná góðum tökum á kornræktinni og í raun orðnir mjög flinkir. Þessvegna er árangurinn bara nokkuð góður í ár miðað við veðurfar.”

 

Eiríkur segir kornskurð vel á veg kominn þótt enn sé mikið eftir. Hann segir bændur heldur seinna á ferðinni en í fyrra en hinsvegar séu þeir orðnir það vel vélvæddir að ekki taki langan tíma að ljúka þreskingu. Í það minnsta sex góðar þreskivélar eru í notkun á Vesturlandi í haust en u.þ.b. 700 - 800 hektarar eru undir í ár.

Aðspurður segir Eiríkur það ekki vera nokkra spurningu að kornrækt sé orðin að alvöru búgrein á Vesturlandi. “Það er ekki spurning og það er enn bjartara framundan þar sem verið er að breyta stuðningsforminu og því verður hagkvæmara fyrir bændur að fara út í þetta fyrir alvöru. Hér eftir verður greiddur styrkur út á hvern hektara til þeirra sem eru með korn á þremur hekturum lands eða meira. Fram til þessa hefur hinsvegar verið greidd föst upphæð til allra sem eru með korn í tveimur hekturum eða meira. Þessi breyting ýtir undir að menn fari í ræktun í miklu magni. Menn hafa t.d. möguleika á að fara í samvinnu við svínabændur en íslenska byggið er gott fóður fyrir svínin. Þá er bjórverkefnið sem sunnanheiðarmenn eru í í samvinnu við Ölgerðina afar spennandi,” segir Eiríkur.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is