Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2005 07:32

Laun hækkuðu mest hjá íbúum í Skilmannahreppi

Launagreiðslur á Vesturlandi hækkuðu mest fyrstu sex mánuði ársins til íbúa í Skilmannahreppi ef miðað er við sama tíma í fyrra. Nemur hækkunin tæpum 36,6%. Aðeins í einu sveitarfélagi á landinu hækka launagreiðslur meira á þessum tíma en það er í Fljótsdalshreppi þar sem hækkunin er 61,6% á milli ára. Á landinu öllu hækkuðu launagreiðslur um 10% á þessum tíma.

 

Af einstökum landshlutum má nefna að mest er hækkunin á Austurlandi eða tæp 17,2%. Á Vesturlandi nemur hækkunin rúmum 7,8%. Af einstökum sveitarfélögum á Vesturlandi má nefna auk Skilmannahrepps að þá hækkuðu launagreiðslur í Eyja- og Miklaholtshreppi um 24,5%, í Skorradalshreppi um tæp 16,4% og í Innri - Akraneshreppi um tæp 14,9%. Í stærsta sveitarfélaginu Akranesi var hækkunin 11%. Mest lækkuðu hins vegar launagreiðslur á milli ára í Helgafellssveit eða um 12,5%.

Það er Samband íslenskra sveitarfélaga sem tekið hefur þessar tölur saman. Útsvarstekjur eru stærsti einstaki tekjuliður sveitarfélaga og því skiptir þróun launagreiðslna innan hvers sveitarfélags verulegu máli fyrir afkomuna frá ári til árs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is