Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2005 04:33

Lokahóf meistaraflokks Víkings í Ólafsvík

Lokahóf meistaraflokks Víkings í Ólafsvík var haldið á Hótel Ólafsvík sl. laugardagskvöld. Tilefnið var ærið því Víkingur hélt veru sinni í 1. deild árið 2005 með sóma og 5. sætið var staðreynd en liðið komst upp úr annarri deild á sl. ári. Alls fékk Víkingur 21 stig í deildinni og síðustu þrjú stigin fengust með sigri á Þór frá Akureyri daginn áður, en leikurinn fór 1-0 í Ólafsvík.

 

Á hófinu flutti Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings yfirlit um starfsemina. Þar þakkaði hann bæði þjálfaranum Eijup Purecvish, leikmönnum og öllum þeim sem komu að þessum glæsilega árangri.

Ræðumaður kvöldsins var Kristján Helgason fyrrverandi hafnarvörður og bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson flutti ávarp. Þá bárust góðar kveðjur frá stuðningsmönnum liðsins. Markahæsti leikmaður Víkings í sumar var Hermann Þórisson með 5 mörk en alls skoraði liðið fimmtán mörk á leiktíðinni. Efnilegasti leikmaður Víkings var kjörinn Tryggvi Hafsteinsson og þá var leikmaður ársins kjörinn Einar Hjörleifsson en hann er markvörður liðsins. Þessum þremur leikmönnum var öllum veittar viðurkennningar.

Það er bæjarbúum mikil ánægja hve Víkingur hefur staðið sig vel á sl. árum. Greinilegt er að liðið er í góðum gír og eru leikmönnum og ekki síst góðri stjórn meistaraflokksins þakkað fyrir frábæran árangur. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is