Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2005 04:37

Minkur gerir usla í veiðiám

Nýlega varð að fá meindýraeyði til að reyna að ná minkum sem gert höfðu usla við Brynjudalsá í Hvalfirði. “Fyrir fáum dögum drap minkur nokkra laxa í ánni, í hylnum rétt fyrir ofan efri laxastigann,” sagði Friðrik D. Stefánsson leigutaki árinnar í samtali við Skessuhorn. Minkurinn hefur verið erfiður við ána í sumar og fyrir skömmu keyrði um þverbak: “Laxarnir höfðu verið að dóla í efri laxastiganum og voru komnir í hylinn fyrir ofan efsta þrep hans, þegar minkurinn lét til skara skríða og drap nokkra laxa. Við svo búið er ekki hægt að una,” segir Friðrik. Ágæt veiði hefur verið í Brynjudalsá í sumar en minkurinn er engu að síður vandamál eins og víða í veiðiám á Vesturlandi.

 

Við Botnsá og Laxá í Kjós er t.d. einnig töluvert af mink. Veiðimenn sem voru við Laxá í Kjós fyrir skömmu reyndu að grýta mink sem þar var en sá slapp með skrekkinn. “Við reyndum að hitta helvítið en við tókst ekki,” sagði veiðimaðurinn við Laxá, sem ekki hitti minkinn, þrátt fyrir margar góðar tilraunir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is