Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2005 09:50

Lögreglan á Patreksfirði fær aðstöðu á Reykhólum

Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt að verða við ósk lögreglunnar á Patreksfirði um að útvega henni starfsaðstöðu í sveitarfélaginu. Hafa menn þar einkum í huga húsnæði á hreppsskrifstofunni. Með því að verða við þessari ósk vonast hreppsnefndin til þess að í höfn sé fyrsti áfangi þess að komið verði upp stöðu lögreglumanns á Reykhólum.

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur hreppsnefndin barist fyrir því lengi að lögregla verði til staðar á Reykhólum. Í dag þarf að sækja slíka þjónustu til Patreksfjarðar sem er um 200 kílómetra leið sem oft lokast að vetrinum. Í þessari baráttu hreppsnefndarinnar hefur meðal annars verið sent erindi inn til nefndar þeirrar er vinnur að endurskoðun stjórnarskrárinnar og þeirri spurningu varpað fram hvort aðgengi að löggæslu eigi ekki að vera stjórnarskrárvarinn réttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is