Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2005 06:37

Ingibjörg Sólrún krafin svara

Starfsmennum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf.:

 

"Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar.

 

Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við.

 

Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna.

 

Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar.

 

Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur."

 

Undir þetta rita:

 

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is