Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2005 06:44

Glæsileg frammistaða vestlenskra ferðaþjónustuaðila

Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi sem starfa saman undir salgorðinu All Senses Awoken eða “Upplifðu allt” tóku þátt í Vestnorden ferðakaupstefnunni í Kaupmannahöfn dagana 13. – 14. september sl. Alls voru um 500 aðilar sem sóttu þessa kaupstefnu víðsvegar að úr heiminum en markmið hennar er að koma á framfæri ferðaþjónustu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Um 150 seljendur mættu frá löndunum þremur.

 

Þetta var 20. skiptið sem þessi kaupstefna er haldin. Hún hefur verið haldin í löndunum til skiptis en nú á afmælisárinu ákváðu Grænlendingar að vera með hana í Kaupmananhöfn en á næsta ári veður hún haldin á Íslandi.

 

“Móttökurnar fóru fram úr björtustu vonum,” sagði Þórdís G. Arthursdóttir, verkefnisstjóri. “Við vorum alls 19 manns frá All Senses sem fórum á kaupstefnuna og vorum búin að vinna heimavinnuna okkar vel og það skilaði sér svo sannarlega. Við vorum með góða söluvöru, bæði rótgróin ferðaþjónustufyrirtæki, góð hótel og síðan ýmsar nýjungar svo sem starfsemina í Fossatúni, samstarf golfklúbbanna í Grundarfirði, Borgarnesi og Akransi, nýtt golfhótel og Landnámssetur svo eitthvað sé nefnt. Bæklingurinn sem við létum gera kom að góðum notum og eins höfðum við látið hanna á hópinn mjög smekklega boli með merki hópsins og á bakinu stóð www.west.is, See – Hear – Taste – Smell - Touch, sem höfðar til þess að þú getur fengið eitthvað fyrir öll skilningarvitin á Vesturlandi.”

 

Þórdís bætir við: “Það var líka greinilegt að þetta samstarf vakti ekki einungis athygli heldur kom fram í viðtölum við kaupendur að þetta væri mjög traustvekjandi, því ferðaþjónusta á Íslandi væri oft smá í sniðum og það væri greinilega sterkt að fyrirtækin vinni saman að því að kynna sitt landssvæði og eins hlyti þetta að vera öðrum til fyrirmyndar í komandi framtíð. Að vanda til verka skiptir öllu máli og má í því samhengi nefna að hópnum hefur verið boðið að koma og kynna Vesturlandið og samstarfið víða um heim á næstunni.”

All Senses félagar buðu samgönguráðherra og forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar ásamt erlendum kaupendum til siglingar þar sem hópurinn kynnti sameiginlega sína þjónustu og Vesturlandið í heild.  “Eftir kynningu á All Senses verkefninu flutti Benedikt Erlingsson leikari og kona hans Charlotte sprenghlægilegan leikþátt sem þau höfðu samið um karlmennsku víkinganna. Sem mótvægi við karlrembuna sýndu tvær konur úr hópnum, þær Unnur Halldórsdóttir og Svanborg Siggeirsdóttir alvöru glímu en þær æfðu báðar glímu á sínum yngri árum. Þær sýndu þetta með stæl eins og þeim einum er lagið. Unnur samdi vísur fyrir hópinn við lag eftir Kim Larsen og voru þær sungnar hástöfum í bátsferðinni,” sagði Þórdís að lokum.

 

All Senses hópurinn vill þakka Stykkishólmsbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Sparisjóði Mýrasýslu, KB banka á Akranesi og Lansbankanum á Akranesi ásamt Útflutningsráði fyrir stuðninginn við verkefnið. Einnig hefur hópurinn átt gott samstarf við sendiráð Íslands og Ferðamálaráð Íslands í Kaupmannahöfn og samgönguráðuneytið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is