Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2005 08:19

Endurhæfingarsmiðja tekur til starfa í Hvíta húsinu

Í dag var Endurhæfingarsmiðja sett formlega í Hvíta húsinu á Akranesi. Markmið Endurhæfingarsmiðju er að gefa einstaklingum sem búa við skerta vinnugetu tækifæri til að komast aftur út í atvinnulífið. Endurhæfingin byggir á heilbrigðissjónarmiðum, félaglegum gildum og endurmenntun. Endurhæfingarsmiðjan er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi og er hún styrkt af Starfsmenntasjóði og Samkaupum. Framkvæmd hennar er í samstarfi við Janus - endurhæfingu ehf. en verkefnisstjóri er Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir, iðjuþjálfi.

 

“Endurhæfingarsmiðja er sprottin út frá hugmynd um menntasmiðjur sem haldnar hafa verið á Akrnanesi, annars vegar fyrir konur og hinsvegar fyrir ungt fólk. Menntasmiðjur byggja á hugmyndum lýðskóla þar sem lögð er áhersla á að búa nemendur undir lífið og er lífsleiknin höfð í fyrirrúmi,” sagði Thelma Hrund við upphaf Endurhæfingarsmiðjunnar fyrr í dag. Hugmyndina að endurhæfingarsmiðjunni átti Sólveig Reynisdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar. Námið sjálft mun taka 8 mánuði og verður kennt fjóra daga í viku. Aðsókn að náminu var framar vonum skipuleggjenda þess, en 22 einstaklingar eru skráðir til leiks.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is