Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2005 08:20

Fjölda byggingarlóða úthlutað í Grundarfirði

Grundarfjarðarbær hefur á undanförnum vikum úthlutað fjölda lóða til byggingar íbúðarhúsnæðis. Eftirspurn eftir húsnæði hefur verið mikil og viðvarandi síðustu mánuði og margir sem sækjast eftir að flytja til staðarins. Nær allt íbúðarhúsnæði sem til sölu hefur verið hefur selst og dæmin sýna að ef hús hefur komið á söluskrá þá hefur ekki þurft að bíða marga daga eftir að það seldist.

Á síðustu fimm vikum hefur 17 lóðum verið úthlutað undir 20-23 íbúðir og 5 lóðum hefur verið endurúthlutað, þannig: 4 lóðum til einstaklinga, 5 lóðir eru þá undir byggingarrétti einstaklinga nú, 14 lóðum til byggingarverktaka fyrir raðhús/parhús/einbýlishús en einni þar af undir lítið fjölbýlishús, 4 lóðum var endurúthlutað til byggingarverktaka og annar verktaki hafði fyrir 3 lóðir, þar af er jarðvegsskiptum lokið á 2 fjögurra íbúða fjölbýlishús sem fyrir eru í byggingu.

Verktakar hafa áform um að hefja byggingar á þessum lóðum í ár og á næsta ári, en ef byggingar á öllum þessum lóðum ganga eftir má áætla að það geti þýtt um 30-40 íbúðir. Rétt er að hafa nokkra fyrirvara á þeirri tölu. Ef áfram er haldið með vangaveltur um áhrif þeirra bygginga og gert ráð fyrir að í þær flytji nýir íbúar má slá á að skv. 2norminu” þýði það um 100-150 nýja íbúa. En aftur er áréttað að rétt er að hafa á öllu þessu nokkra fyrirvara.

Af grundarfjordur.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is