Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2005 02:21

Verkefnið Grænni skógar hefst á Vesturlandi

Síðastliðinn föstudag var á Hvanneyri skrifað undir samning um verkefnið Grænni skógar á Vesturlandi og eru þar með skógræktarbændur í öllum landshlutum orðnir aðilar að því. Í samningnum segir m.a. um markmið fræðslunnar að verkefninu sé ætlað að gera þátttakendur betur í stakk búna til að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd skógræktar og landgræðslu á bújörðum með það að markmiði að auka land- og búsetugæði, verðgildi og fjölþætt notagildi jarða í umsjón skógarbænda.  Náminu er ætlað að nýtast þeim sem stunda eða hyggjast stunda skógrækt og landgræðslu, einkum skógarbændum og þeim sem þjónusta landshlutabundin skógræktarverkefni.  

 

Námið mögulegt samhliða fullri vinnu

 

Um 130 skógarbændur á landinu hafa stundað nám hjá Grænni skógum við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ), en það hófst upphaflega undir forystu Garðyrkjuskólans á Reykjum. Um er að ræða samstarfsverkefni LBHÍ, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins, landshlutabundnu skógræktarverkefnanna og félaga skógarbænda í viðkomandi landsfjórðungum. Grænni skógar voru þannig fyrir í gangi á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Verkefnið stendur yfir í 3 ár og er kennt í endurmenntunarformi. Þannig er mögulegt fyrir þátttakendur að stunda námið samhliða fullri vinnu.

Námið samanstendur af 17 námskeiðum þar sem 13 eru skyldunámskeið og a.m.k. 2 eru valnámskeið. Námskeiðaröðin spannar þrjú ár og er hvert námskeið í tvo daga og er þá yfirleitt kennt frá klukkan 16 til 19 á föstudögum og frá klukkan 10 til 17 á laugardögum. Í undirbúningi er að fara af stað með framhaldsnámskeið og mun það fyrsta verða á Austurlandi í haust. Jafnframt er nú unnið að útgáfu bókar sem nýtast mun í senn sem kennslubók við Grænni skóga og sem gagnlegt uppflettirit í skógrækt.

 

Endað á utanlandsferð

 

Magnús Hlynur Hreiðarsson, starfsmaður LBHÍ er verkefnisstjóri Grænni skóga. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að allir nemendur í verkefninu hafi það að markmiði að rækta skóg á jörðum sínum og vilji leggja enn frekari áherslu á það með því að setjast á skólabekk og fræðast um hina ýmsu þætti skógaræktar. “Í náminu er m.a. fjallað um val á trjátegundum, skógarhönnun og landnýtingaráætlanir, undirbúning lands fyrir skógrækt, framleiðslu og gróðursetningu skógarplantna, skógarumhirðu, skógarnytjar, sjúkdóma og skaða í skógi, skjólbelti, skógarhöggsækni og verndun fornminja og náttúru í skógrækt svo eitthvað sé nefnt. Þá er vikuferð til útlanda hluti af náminu þar sem þátttakendur kynnast því helsta sem nágrannaþjóðir okkar eru að gera í skógrækt. Í náminu er mikil áhersla lögð á vettvangsferðir þar sem þátttakendur fara út í skóg og fá þannig meiri og betri tilfinningu fyrir því sem verið er að fjalla um hverju sinni,” segir Magnús Hlynur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is