Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2005 03:13

Veiðarfæri endurunnin

Um árabil hefur fyrirtækið Plasmótun ehf, sem heimili á að Læk í Ölfusi, unnið að endurvinnslu ónýtra og úr sér genginna veiðarfæra og framleitt úr þeim ýmsar plastvörur. “Við endurvinnum um 700-800 tonn á ári af veiðarfærum, bæði frá íslenska og færeyska flotanum,” segir Hjörtur Jónsson sölustjóri hjá Plastmótun. “Allt endurvinnanlegt efni er notað í framleiðslu annarra vara, t.d. styrkingar í pappakassa sem notaðir eru til útflutning á fiski og plaststaura sem notaðir eru í reiðvalla- og rafgirðingar,” bætir hann við.

 

Þessir léttu raf- og og reiðvallagirðingastaurar hafa reynst vel og njóta mikilla vinsælda meðal bænda og hestamanna þar sem þeir standa af sér íslenskt veðurfar með sóma og sitja vel fastir í jörðu þegar frystir. Auk ónýtra veiðarfæra endurnýtir Plastmótun svokallaða rækjupoka frá rækjuverksmiðjum og gerir einnig úr þeim styrkingar fyrir saltfiskkassa til útflutnings.

 

Lækkaður kostnaður

Fyrir rúmu ári hófst umhverfisvænt samstarf HB Granda og Plastmótun ehf. Einar Bjargmundsson, hjá skipaþjónustu HB Granda sagði í viðtali við Skessuhorn að samstarfið hafi gengið mjög vel. Aðspurður um hagkvæmni og kostnað af þeirra hálfu stóð ekki á svörum hjá Einari. “Allur metnaður er lagður í að aldrei fari neitt af vírum né netum í sjóinn, allt er sett í geymslu í landi. Plastmótun kemur svo og tekur veiðarfærin en öllum vír er safnað saman. Þegar safnast hafa ríflega 10 tonn af vír er hann sendur til Reykjavíkur og þá borgað eitt verð fyrir þann frágang eða um 26 þúsund krónur í hvert skipti. Áður fyrr nam kostnaður ríflega 20 milljónum króna fyrir frágang og urðun hjá Gámu á Akranesi, þar sem rukkað er eftir kílóum. Því hefur kostnaður minnkað stórlega,” bætir Einar við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is