Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2005 01:20

Bæjarstjóraskipti á Akranesi - Gísli hættir 1. nóvember

Guðmundur Páll Jónsson verður bæjarstjóri á Akranesi - Gísli Gíslason verður hafnarstjóri Faxaflóahafna sf.

 

Hafnarstjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að ráða Gísla Gíslason, bæjarstjóra á Akranesi sem hafnarstjóra frá og með 1. nóvember nk. Tekur hann við starfinu af Bergi Þorleifssyni sem gegnt hefur því frá stofnun Faxaflóahafna sf. um síðustu áramót. Áður var Bergur hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. Gísli sem verið hefur bæjarstjóri á Akranesi frá því 1. september 1987 og tvö árin þar á undan starfaði hann sem bæjarritari. Hann hefur sem kunnugt er gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd Akraneskaupstaðar á undanförnum 20 árum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Skessuhorns hafa bæjarmálaflokkar Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Akraness, komist að samkomulagi um að Guðmundur Páll Jónsson oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn og forseti bæjarstjórnar takið við starfi bæjarstjóra og gegni því út kjörtímabilið sem rennur út í vor.

 

Ekki liggur fyrir að sögn Guðmundar Páls hver tekur við starfi hans sem forseti bæjarstjórnar og ekki er að full frágengið milli flokkanna hvort aðrar breytingar verði á skipan einstakra embætta.

 

Gísli Gíslason sagði í samtali við Skessuhornsvefinn að aðdragandinn að ráðningu hans hafi verið í sjálfu sér stuttur því í hans huga hafi ávallt staðið til að ljúka yfirstandandi kjörtímabili sem bæjarstjóri. Þegar þetta nýja starf hafi hins vegar verið fært í tal við sig í fyrr í þessum mánuði hafi hann tekið sér umhugsunarfrest og niðurstaðan hafi orðið sú að taka starfinu.

 

Guðmundur Páll Jónsson sagði nú áðan í samtali við Skessuhorns að eftir hvatningu frá fólki sem hann beri mikið traust til og hafi starfað með í mörg ár hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í stöðu bæjarstjóra. Hann segir að með ráðningu Gísla sem hafnarstjóra Faxaflóahafna séu Skagamenn að leggja til þeirra hæfasta menn til þess að stjórna því mikilvæga fyrirtæki.

 

Bæði Guðmundur Páll og Sveinn Kristinsson oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segja enga breytingu verða á starfi og stefnu meirihlutans þrátt fyrir þessi mannaskipti og leggja áherslu á að samstarf flokkanna hafi verið farsælt á undanförnum árum.

 

Gunnar Sigurðsson oddviti minnihlutans í bæjarstjórn segist ánægður með að Gísli skuli hafa valist til þess að leiða starf Faxaflóahafna og vonast til þess að honum takist að opna augu útgerðarmanna hversu mikil tækifæri séu fólgin í höfninni á Akranesi.

 

Ítarleg viðtöl verða í Skessuhorni sem kemur út á morgun við fráfarandi bæjarstjóra, verðandi bæjarstjóra og leiðtoga flokkanna sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is