Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2005 12:42

Sveitakráin opnar á Sauðamessu

Laugardaginn 8. október klukkan 18 að staðartíma, opnar nýr veitingastaður á Hvanneyri, nokkurs konar sveitakrá með menningartengdu ívafi. Opnun sveitakrárinnar ber upp á sama dag og Sauðamessa verður haldin í Borgarnes og er það ekki tilviljun. Nýi staðurinn hefur ekki formlega hlotið nafn en að sögn Snorra Sigurðssonar, annars eigenda staðarins, er vinnuheitið Hestaréttin en kráin er byggð inn í húsnæði sem í eina tíð gegndi því hlutverki að vera hestarétt fyrir Hvanneyrarstað.

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður sveitakráin að hluta til safnaígildi því þar verður að finna ýmsa merka muni úr landbúnaðarsögu Íslendinga, s.s. hár úr hala afurðahæstu kýrinnar o.s.fv. Það verður Landbúnaðarráðherra Íslands, Guðni Ágústsson sem formlega opnar sveitakrána á Hvanneyri.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is