Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2005 01:12

Óánægja með niðurskurð málefna fatlaðra

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi í gær ályktun þar sem lýst er áhyggjum af niðurskurði í þjónustu við fatlaða á Vesturlandi. Tekur ráðið þar undir ályktun félagsmálaráðs frá 20. september s.l. þar sem áhyggjum er lýst vegna niðurskurðar á þjónustu við fatlaða frá hendi Svæðisskrifstofu fatlaðra á Vesturlandi.  Í samþykkt bæjarráðs segir meðal annars:

 

„Bæjarráð telur með öllu ófært að þjónusta við fatlaða verði skert með nokkrum hætti á svæðinu og telur reyndar að við blasi í ljósi íbúaþróunar að ríkið verði að leggja málaflokknum til aukið fjármagn til þess að standa undir lögboðinni þjónustu.  Á árinu 2003 óskuðu Akraneskaupstaður, Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið um að taka við rekstri málaflokksins með gerð samnings milli aðila.  Svar við því erindi hefur ekki borist.“

 

Þá segir einnig í samþykkt bæjarráðsins: „Líta verður svo á að í slíku felist að ekki sé vilji til að taka málið upp með þeim hætti.  Í því skyni að auka almenna hagræðingu þeirra þjónustuþátta sem annars vegar sveitarfélög og hins vegar ríkið veita fötluðum samþykkir bæjarráð Akraness að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að teknar verði upp viðræður milli aðila um gerð þjónustusamnings við Akraneskaupstað um frekari liðveislu við fatlaða, en það verkefni er í dag á hendi ríkisins.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is