Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2005 06:18

Aukin fjölbreytni í atvinnumálum nauðsyn segja Vinstri grænir

Félagsfundur Vinstri grænna á Akranesi og nærsveitum telur að auka þurfi fjölbreytni í atvinnulífi á svæðinu. Fundurinn hvetur sérstaklega til þess að fjölga þurfi störfum í þekkingariðnaði, til dæmis með því að efla starfsemi Fjölbrautaskóla Vesturlands. "Jafnframt lýsir fundurinn yfir stuðningi við framkomna tillögu um stofnun háskólaseturs á Akranesi með áherslu á iðn- og tæknigreinar," segir í tilkynningu frá VG á Akranesi.

 

Efling Fjölbrautarskólans

"Áratuga hefð er fyrir öflugri og fjölbreyttri iðnmenntun á Akranesi en iðnnámið hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri vegna meiri kostnaðar samanborið við bóknám. Brýnasta úrlausnarefni Fjölbrautaskóla Vesturlands er stækkun heimavistar en undanfarin ár hefur skólinn þurft að vísa nemendum frá og jafnvel leggja niður brautir vegna skorts á heimavistarhúsnæði. Einnig er brýnt að reisa verknámshús fyrir kennslu í bygginga- og mannvirkjagreinum.

 

Háskólasetur á Akranes

Sjálfstæðir háskólar og háskólasetur hafa sannað gildi sitt víðs vegar um landið, ekki síst á Vesturlandi. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, lagði á síðasta þingi fram þingsályktunartillögu um stofnun háskólaseturs á Akranesi. Ljóst er að slíkt setur yrði mikilvæg viðbót við Fjölbrautaskóla Vesturlands og þessar tvær menntastofnanir myndu styðja vel hvor við aðra og efla enn frekar fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf á svæðinu."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is