Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2005 01:40

Sauðamessa í annað sinn um næstu helgi

Á laugardaginn kemur verður hin bráðum árlega Sauðamessa endurtekin, en eins og alþjóð veit fór hún fram í Borgarnesi í fyrsta skipti í síðustu sláturtíð við gríðargóðar undirtektir heimamanna og gesta víða af landinu. Þá mættu um 3 þúsund gestir og fylltu samkomusvæðið í og við gamla mjólkursamlagið við Skúlagötu.

 

Sem fyrr eru það þeir Bjarki Þorsteinsson og Gísli Einarsson sem hafa veg og vanda að hátíðinni. Þeir lýsa hátíðinni sem; “sauðmeinlausri og ærlegri fjölskylduhátíð sem helguð er haustinu, ánum og okkur hinum sem viljum rækta sauðinn í sjálfum okkur.”

 

Dagskráin hefst klukkan 13 með fjárrekstri frá Hyrnutorgi og inn í rétt rétt við gamla mjólkursamlagið. “Þar á eftir verður fjölbreytt dagskrá sem stendur fram eftir degi og lýkur með réttarballi um kvöldið,” segir Bjarki Þorsteinsson fulltrúi Heimamanna sf. í samtali við Skessuhorn. “Við ætlum m.a. að verða með kynningu á matvælum og markað með grænmeti og lambakjöti og mun ráðunautur verða kaupendum til ráðgjafar við kjötkaupin með aðstoð ómskoðunartækis. Svo má nefna mjaltir og kynningu á sauðamjólk til ostagerðar, glímukynningu, Ullarselið spinnur vef og teygir lopann, reiðskóli Bjarna Guðjóns mætir á svæðið, Evrópumeistaramótið í keppasaumi fer fram og boðið verður upp á örnámskeið í vambasaumi. Neftóbakshornið verður á sínum stað, sauðajóga verður til slökunar auk hefðbundinna keppnisgreina í sparðatíningi, fjárdrætti og fleiru,” segir Bjarki.

 

Heiðursgestur Sauðamessu að þessu sinni verður Einar K Guðfinnsson, ráðherra sjávarútvegsmála enda á það vel við í útgerðarbænum Borgarnesi þar sem fróðir menn telja að útgerð geti einungis aukist, fremur en hitt. Auk ráðherrans mun Jóhannes Kristjánsson eftirherma stíga á stokk, Silfurrefirnir munu syngja auk þeirra Davíðs Ólafssonar og Stefáns Helga Stefánssonar sem munu hóa og kalla upp og niður nótnastigann. Sviðahausarnir munu síðan frumflytja einkennislag Sauðamessu og fleiri fjárlög. Um kvöldið verður endað á ekta réttarballi í Búðarkletti.

Samkvæmt þessu verður af nægu að taka fyrir unga sem aldna á Sauðamessu og eru allir vinir sauðkindarinnar og menningarlega sinnað fólk hvatt til að mæta á síðustu og jafnframt frumlegustu bæjarhátíð sumarsins á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is