Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2005 04:21

Greitt fyrir kjaftasögur

Sögur af hinum fáu frægu Íslendingum eru ávallt jafn vinsæl markaðsvara. Allir vilja vita hverjir voru hvar, hvað þeir voru að gera og þá sérstaklega með hverjum. Allvega tvö tímarit sérhæfa sig í fræga fólkinu og virðast njóta töluverðra vinsælda. Að undandförnu hefur átt sér stað umræða um það hversu langt má ganga í umfjöllun um nafngreinda einstaklinga án þess að það væri árás á friðhelgi einkalífsins. Það hefur meðal annars verið gagnrýnt að einstök blöð hafa markvisst auglýst eftir upplýsingum um þekkta einstaklinga. Það sem lengst hefur þó verið gengið í þeim efnum er sennilega nýlegt atvik sem átti sér stað á Bifröst. Þá hafði fulltrúi tímaritsins Hér og nú samband við nokkra nemendur og bauð þeim borgun fyrir ef þeir gætu útvegað upplýsingar um Evu Sólan, fyrrum sjónvarpsþulu, sem nú stundar nám við skólann. 

 

Þessu mun hafa verið neitað og tóku skólayfirvöld á þessu máli til að tryggja friðhelgi einkalífs nemenda.

Eva Sólan sagði í samtali við Skessuhorn að sér þætti þetta býsna langt gengið að ráða nokkurs konar veiðimenn til að elta sig. “Maður hélt að maður fengi frið fyrir svona í sveitinni,” sagði Eva.. Hún bar hinsvegar samnemendum sínum góða söguna enda hefðu þeir ekki þekkst boð um slúðurkaup.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is