Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2005 06:13

Hvenær verður þéttbýli að þéttbýli?

Þótt Hvanneyri og Bifröst séu ekki stærstu þéttbýlisstaðir landsins þá er óvíða á landsbyggðinni jafnmikil uppbygging, a.m.k. ef miðað er við hina frægu höfðatölu. Gríðarlega mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði sértaklega á báðum þessum stöðum og er ástæðan stöðugt aukin eftirspurn eftir háskólanámi við skólana tvo. Þótt atvinnulífið á Bifröst og Hvanneyri snúist um háskólana að meira eða minna leyti og nemendur komi og fari þá er orðin stöðug búseta á þessum stöðum allt árið um kring. Fólksfjöldi á Bifröst er núna um 700 og íbúar á Hvanneyrarstað eru liðlega 500. Með öðrum orðum þá eru báðir staðirnir orðnir fjölmennari en Hvammstangi svo dæmi sé tekið.

 

Fólk á þessum stöðum veltir því hinsvegar fyrir sér hvað þéttbýlisstaðir þurfi að vera stórir eða hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla önnur til að teljast fullgildir þéttbýlisstaðir. Svo dæmi sé tekið þá fá íbúar á Hvanneyri Morgunblaðið ekki nema þrisvar í viku, þangað koma vöruflutningar tvisvar sinnum í viku, póstur er ekki borinn í hús, þar er ekki bensínafgreiðsla og svo mætti lengi telja. Því velta menn því fyrir sér á þeim þéttbýlisstöðum, þar sem vöxturinn er mestur, hvaða þurfi til. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is