Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2005 07:24

KARFAN: Snæfell hefur misst marga

Lið Snæfells sem leikið hefur til úrslita gegn Keflvíkingum í úrvalsdeildinni síðustu tvö ár mætir til leiks í haust með mikið breytt lið frá því í fyrra. Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson, tveir af allra bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra, eru báðir komnir í atvinnumensku í Hollandi og Pálmi Sigurgeirsson er farinn í KR. Þá eru erlendu leikmennirnir einnig farnir.

 

Menn koma hinsvegar í manna stað. Jón Ólafur Jónsson er kominn aftur heim í Hólminn en hann lék með KR í fyrra. Þá er Lýður byrjaður að æfa á ný en hann fór í aðgerð í vor vegna þrálátra meiðsla og eru miklar vonir bundnar við að hann geti farið á fulla ferð með haustinu. Þá eru komnir þrír útlendingar til liðins, þeir Igor Beljanski og  Slobodan Subasic sem eru báðir frá Serbíu og auk þess bandaríkjamaðurinn Rodney Rawlins.

“Þetta fer rólega af stað en það lofa allir þokkalega góðu þannig að ég er nokkuð vongóður,” segir Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfells. “Þetta er algjörlega nýtt lið en við höfum náttúrulega ekki verið með sama lið á milli ára þannig að við þekkjum það. Við erum með fámennan hóp, aðeins 12 manna æfingahóp en við vonum það besta.” Aðspurður um hvort hann væri með lið sem hann treysti til að koma félaginu í úrslit þriðja árið í röð sagði Bárður að það væri alls ekki ómögulegt þótt það væri fjarlægt markmið sem stæði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is