Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2005 03:26

Verð á mjólkurkvóta hríðlækkar

Verð á mjólkurkvóta hefur hríðlækkað síðan í vor og talið er að framhald verði á. Ástæðan er sú að mjólkursamlög greiða fyrir mjólk umfram kvóta vegna aukinnar mjólkurneyslu. Verð á mjólkurkvóta er komið í 350 krónur lítrinn en var í 420 kr. í vor og dæmi um að hann hafi selst á allt að 440 krónur. Að sögn Þórólfs Sveinssonar, formanns Landssambands kúabænda, er ástæðan fyrir lækkuninni sú að greiðslumark var aukið um rúm 5% úr 106 miljónum lítra í 111 miljónir lítra. Það kemur til vegna stóraukinnar neyslu á mjólkurvörum.

 

Söluaukningin hefur aldrei verið meiri á milli verðlagsára, segir Þórólfur, en þar munar mest um skyrdrykki sem hafa slegið í gegn og einnig hefur orðið mikil söluaukning í ostum.

Líkur eru á því að mjólkursamlögin greiði fyrir alla innvegna mjólk en það verður væntanlega til að verðið á mjólkurkvótanum lækkar enn frekar. Þórólfur segir a.m.k. litlar líkur á að það hækki á nýjan leik í náinni framtíð. Til þess þurfi innvegin mjólk að aukast um 10 - 15%. Það sé hæpið því kýr séu ónæmar fyrir markaðssveiflum en nytin ráðist frekar af því fóðri sem þær fá. Fóðrið sé hins vegar lakara en síðustu vetur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is