Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2005 07:27

Sveitarstjóri Dalabyggðar mælir með sameiningu

Haraldur L. Haraldsson sveitarstjóri Dalabyggðar, sem vann skýrslu fyrir sameiningarnefnd, leggur til að íbúar Reykhólahrepps, Saurbæjarhrepps og Dalabyggðar samþykki sameininguna í kosningum á laugardaginn. Í skýrslunni kemur fram að íbúum sveitarfélaganna þriggja hafi á undanförnum 20 árum fækkað um 462, úr 1.433 í 971 eða um 32,2 %. Þrátt fyrir að fækkunin hafi verið mishröð milli sveitarfélaganna á þessu tímabili hefur fækkunin hlutfallslega verið sú sama í þeim öllum á undanförnum 20 árum.

 

 

Haraldur leggur til að sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags verði skipuð sjö fulltrúum og að aðsetur stjórnsýslunnar verði í Búðardal. Stöðugildi á skrifstofu sveitarfélagsins verði 4,5-5 talsins auk þess sem lagt er til að eitt stöðugildi verði á skrifstofu á Reykhólum. Þá er gert ráð fyrir að sveitarstjóri hins nýja sveitarfélags verði gert að hafa fasta viðveru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Af öðrum tillögum má nefna að lagt er til að bókasöfn sveitarfélaganna verði sameinuð en starfsstöðvar reknar áfram í núverandi húsnæði safnanna. Lagt er til að rekstur núverandi íþróttamannvirkja svo og rekstur félagsheimila í eigu sveitarfélaganna verði með óbreyttum hætti og að auki verði byggður íþróttavöllur á Reykhólum. Þá verði ráðinn félagsmálafulltrúi í fullt starf og þjónusta við gæslu barna verði aukin við þá sem lengst þurfa að sækja hana.

 

Í skýrslu Haraldar kemur fram að tekjur hins sameinaða sveitarfélags muni hækka vegna hærra framlags frá jöfnunarsjóði. Það framlag muni hækka úr rúmum 76 milljónum í rúmar 85 milljónir. Þessi hækkun tekna verði að hluta til nýtt, “til þess að renna styrkari stoðum undir búsetu á svæðinu,” eins og segir orðrétt í skýrslunni. Ekki eru hins vegar neinar tillögur í þá átt í skýrslunni.

 

Eignir hins nýja sveitarfélags verða tæpar 848 milljónir króna eða rúmar 873 þúsund krónur á hvern íbúa. Heildarskuldir og skuldbindingar verða rúmar 435 milljónir króna eða rúmar 448 þúsund krónur á hvern íbúa hins nýja sveitarfélags. Til samanburðar má nefna að meðaltal skulda sveitarfélaga með 300-999 íbúa eru rúmar 578 þúsund krónur á hvern íbúa eða 29% hærri en skuldir sameinaðs sveitarfélags.

 

Í niðurlagi skýrslunnar segir: “Aukin krafa er gerð til sveitarfélaga um þjónustu og ljóst að í framtíðinni verða verkefni áfram flutt frá ríki til sveitarfélaga. Til þess að þau geti tekið við þessum verkefnum og sinnt þeirri þjónustu, sem nauðsynleg er hverjum íbúa, þarf að styrkja innviði hvers sveitarfélags. Eftir ítarlega skoðun á málefnum sveitarfélaganna, rekstri og fjárhagsstöðu þeirra er það niðurstaða skýrsluhöfundar að kostir sameiningar þeirra allra séu mun fleiri en ókostirnir.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is