Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2005 01:11

Eleonora felldi Mannanafnanefnd

Mannanafnanefnd hefur tilkynnt dómsmálaráðherra afsögn sína. Ráðuneytið taldi að nefndin hefði ekki gætt meðalhófs í umfjöllun sinni um nafnið Eleonora og hefur dómsmálaráðherra leyst nefndina frá störfum að ósk nefndarmanna. Ráðuneytið óskaði eftir endurupptöku máls, sem nefndin hafði þrívegis fjallað um, þar sem beiðni um kvenmansnafnið Eleonora var synjað. Nefndin samþykkti að lokum nafnið og sagði svo af sér. Varamenn Mannanafnanefndar hafa þegar tekið sæti sem aðalmenn. 

 

Í RUV kom það fram að Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu segi að ráðuneytinu hafi borist erindi frá konu sem gerði athugasemd við afgreiðslu nefnarinnar á nafninu Eleonora. Í bréfi ráðuneytisins til nefndarinnar segir að athygli ráðuneytisins hafi verið vakin á því að afgreiðsla málsins hafi verið ámælisverð og telur ráðuneytið að nefndin hafi ekki gefið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nægan gaum.

Mannanafnanefnd segir óskiljanlegt að það sé talið ámælisvert að starfa í samræmi við lög. Nefndin hafði þegar fjallað þrisvar um nafnið og ekki alltaf komist að sömu niðurstöðu. Þó synjaði hún alltaf beiðni um rithátt nafnsins.  

Ráðuneytið segir í bréfi til nefndarinnar að nafnið eigi sér langa sögu í fjölskyldu stúlkunnar sem eigi að bera það og svo virðist sem nafnið muni ávinna sér hefð í íslensku máli innan fárra ára. Í lokaniðurstöðu nefndarinnar segir að varasamt sé að treysta stafsetningu mannanafna í manntalinu frá 1910 og því telji nefndin rétt að láta umsækjendur njóta vafans - og samþykki nafnið. Sama dag segir nefndin störfum sínum lausum. 

Samkvæmt lögum er ekki hægt að skjóta úrskurðum mannanafnanefndar til æðra stjórnvalds.Þó er hægt að óska eftir áliti umboðsmanns Alþingis á þeim. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is