Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. október. 2005 03:10

Bændur óttast skyttur

Um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 15. október hefst rjúpnaveiði að nýju eftir tveggja ára hlé. Búast má við að rjúpnaskyttur landsins bíði ekki boðanna enda lengi staðnar margar hverjar og sjálfsagt verður fjölmennt á vinsælustu þúfunum fyrstu dagana.

Að sögn Önnu Birnu Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal óttast bændur í Suðurdölum að hætta kunni að stafa af vígreifum rjúpnaskyttum fyrsta daginn. Ástæðan er sú að Suðurdalabændur eru að fara í þriðju fjárleit þennan dag og smala frá þjóðveginum á Bröttubrekku og suður- og vesturum en þetta er einmitt með vinsælli rjúpnalöndum.

 

 “Menn óttast að slys kunni að verða ef menn fara ekki að öllu með gát og ekki laust við að það sé beygur í mönnum enda eru fordæmi fyrir því að rjúpnaskyttur hafi skotið smölum skelk í bringu og rúmlega það,” segir sýslumaður. “Það eina sem við getum gert er að hvetja rjúpnaskyttur til að geyma sér þetta svæði þar til síðar og leyfa smölunum að athafna sig í friði þennan dag.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is