Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. október. 2005 10:17

Nákvæm útfærsla á Sundabraut ekki ákveðin

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekki ákveðið með hvaða hætti framkvæmdir við Sundabraut upp á Kjalarnes verða útfærðar þar með talið innheimta hugsanlegra veggjalda af umferð. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi um frumvarp til laga um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum verður 8 milljörðum af söluandvirðinu varið til lagningar Sundabrautar og talið er að þeir fjármunir dugi til þess að ljúka fyrri áfanga brautarinnar það er uppí Geldinganes. Rætt hefur verið um að síðari áfangi leiðarinnar það er vegur upp á Kjalarnes verði fjármagnaður í einkaframkvæmd og að vegfarendur um þann hluta leiðarinnar greiði veggjöld eins og gert er í Hvalfjarðargöngum. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrir skömmu telur Halldór Blöndal fyrrverandi samgönguráðherra ekki heimilt að taka slíka gjaldtöku upp samkvæmt ákvæði í samningi ríkisvaldins við Spöl hf. sem á og rekur Hvalfjarðargöng.

Í umræðunni á Alþingi minnti Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins á þetta sjónarmið Halldórs. Hann spurði því forsætisráðherra með hvaða hætti ætti að innheimta vegtolla af Sundabraut á þeim tíma sem enn væru innheimt veggjöld af Hvalfjarðargöngum. Magnús Þór taldi erfitt að afgreiða frumvarpið áður en útfærsla innheimtunna lægi fyrir. Forsætisráðherra sagðist því miður ekki getað spurningu Magnúsar Þórs því málið væri á byrjunarreit en sagðist vonast til þess að heildarmynd þess máls lægi fyrir innan tíðar.

Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar spurði hvort sama fólk og nú greiddi upp Hvalfjarðargöngin ætti í framtíðinni að greiða framkvæmdir við Sundabraut. Hann sagði það sína skoðun að ekki væri hægt að bjóða sumum landsmönnum það að greiða fyrir afnot sín af umferðarmannvirkjum á meðan aðrir landsmenn þyrftu þess ekki. Því þyrftu sumir landsmenn að greiða aðgang að höfuðborginni en aðrir ekki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is