Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. október. 2005 03:50

Vill athuga stöðu staðbundinna fjölmiðla

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur ásamt sjö öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktunartillögu um staðbundna fjölmiðla. Þar segir að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd er athugi stöðu staðbundinna fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra og skili skýrslu þar um. Í skýrslunni verði gerð grein fyrir þróun markaðarins undanfarin ár og, ef þurfa þykir, komið með tillögur um beinar eða óbeinar aðgerðir sem ríkisstjórn og Alþingi gripið til í því skyni að efla rekstrargrundvöll staðbundinna fjölmiðla.

 

 

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að úttekin geti lagt grundvöll að umræðum um aðgerðir til að efla þessa gerð fjölmiðlunar því „svæðisbundnir fjölmiðlar gegna nú þegar og munu í framtíðinni gegna vaxandi hlutverki fyrir lýðræðislega umræðu“ segir orðrétt í greinargerðinni. Þá segir að í skýrslu, sem nefnd menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi skilaði í apríl 2004, kom fram að sú skylda hvílir á íslenska ríkinu að stuðla að fjölbreytni í fjölmiðlun. Skýrslan fjallaði nær eingöngu um málefni þeirra fjölmiðla sem hafa útbreiðslu um land allt en að litlu leyti um staðbundna fjölmiðla. Þótt finna megi dæmi um öflugan fjölmiðlarekstur utan höfuðborgarsvæðisins hafi staðbundnir fjölmiðlar átt undir högg að sækja hér á landi. Nauðsynlegt sé því að gera sérstaka úttekt á stöðu þessara miðla svo ræða megi hvort sérstakra aðgerða er þörf til að efla stöðu þeirra. Í umræddri skýrslu fjölmiðlanefndar kemur fram að ríkisstyrkir séu ein þeirra leiða sem til greina komi til þess að standa vörð um fjölbreytni í fjölmiðlun í landinu. Er þar vísað til tilmæla Evrópuráðsins um að ríki hugi að því hvort ástæða sé til að veita prentmiðlum og útvarpsmiðlum sérstakan fjárstuðning, einkum svæðisbundnum miðlum. Að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða skuli miðað við að stuðningur af þessu tagi sé byggður á hlutlægum sjónarmiðum, á grundvelli gegnsærra reglna og málsmeðferðar, sem sæti ytra eftirliti. Ákvarðanir af þessum toga sæti jafnframt reglubundinni endurskoðun til að komast hjá því að þær ýti undir samþjöppun eða óeðlilegan ábata þeirra sem njóta opinbers stuðnings. Nefndin gerði þó ekki tillögu um að þessi leið yrði farin. Þá segir í greinargerðinni að sameining sveitarfélaga leiði til þess að þörf íbúanna eykst fyrir staðbundna fjölmiðlun sem í senn veiti upplýsingar um verkefni stjórnvalda og er vettvangur opinberrar umræðu um málefni hvers sveitarfélags. Gert er ráð fyrir að nefndin skili skýrslu eigi síðar en 1. mars 2006.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is