Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2005 10:10

Mikilvægt að sátt ríki milli stjórnenda bæjarins og starfsmanna

Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi segist ánægður með að kjarasamningur milli bæjarins og Starfsmannafélags Akraness hafi verið samþykktur í atkvæðagreiðslu í gær. „Ég tel að afar brýnt hafi verið að ljúka málinu áður en til verfalls kæmi því ekki er gott að segja hvað gerst hefði ef verkfall hefði skollið á," segir hann. Aðspurður segir Gísli ýmis ágæt ákvæði í samningnum en vissulega hafi verið skiljanlegt að starfsmannafélagið hefði viljað ganga lengra.

 

 

Í viðtali við Valdimar Þorvaldsson formann Starfsmannafélags Akraness í morgun kom fram að óánægja hafi verið meðal starfsmann með framkvæmd starfsmats. Gísli segist hafa orðið var við þessa óánægju. „Í þeim kjaraviðræðum sem hafa átt sér stað um nokkurn tíma hefur ekki farið milli mála að undirliggjandi er óánægja með framgang starfsmatsmála og í þeim samningi sem nú liggur fyrir er reynt að ljúka þeim málum eins hratt og örugglega og kostur er. Þessi óánægja er skiljanleg og reyndar má segja að yfirstjórn bæjarins sé ekki heldur sátt við gang mála í því efni. Það er mikilvægt að sátt ríki milli stjórnenda bæjarins og starfsmanna varðandi kjaramál á hverjum tíma og nú hefur sú sátt náðst og nauðsynlegt að góður vinnufriður ríki í framhaldi því starfsmenn bæjarins hafa ætíð skilað bæjarfélaginu frábæru starfi,“ segir Gísli Gíslason bæjarstjóri. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is