Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2005 11:01

Hippaþema í Grundaskóla

Síðastliðnar 3 vikur hefur 7.-10. bekkur Grundaskóla á Akranesi unnið að verkefnum tengdum 7. áratugnum sem lauk með glæsilegri sýningu föstudaginn síðastliðinn á sal skólans. Þar voru til sýnis verkefni nemendanna sem unnin voru í tengslum við tónlist og menningu, förðun og klæðaburð, lifnaðarhætti og margt annað sem einkenndi þetta tímabil. Á sýningunni stigu hljómsveitir skólans á stokk og spiluðu smelli þessa tíma. Förðun og fatnaður var svo sýndur í glæsilegri tískusýningu.

 

Einnig var flutt brot úr söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem frumsýndur verður 5. nóvember n.k. Að sögn Laufeyjar Karlsdóttur umsjónarkennara er markmið þemavikunnar að brjóta upp hefðbundið skólastarf. “Börnin voru sérstaklega glöð og ánægð meðan á vinnunni stóð enda skemmtileg tilbreyting og margt hægt að læra þó það sé ekki beint úr bókinni,” segir Laufey í samtali við blaðamann Skessuhorns. Hún bætir við að börnin gátu valið um verkefni og fengu flest þeirra að taka þátt í því verkefni sem þau völdu sér. Hluti verkefnanna var liður í uppsetningu skólans á söngleiknum sem áður var nefndur, en sögusvið hans gerist einmitt á Akranesi á 7.áratug síðustu aldar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is