Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2005 11:05

Trúnaðarmenn Þ&E óttast um starfsöryggi sitt

"Trúnaðarmenn Þorgeirs og Ellerts óskuðu eftir því að funda með Verkalýðsfélagi Akraness og Félagi iðn- og tæknigreina í gær.  Vildu trúnaðarmennirnir upplýsa stéttarfélögin um þær áhyggjur sem þeir og starfsmenn fyrirtækisins hafa vegna þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað að undanförnu og lítur að erlendu vinnuafli.  Þeir telja að starfsöryggi sínu sé illilega ógnað vegna þeirra undirboða sem fylgt hafa starfsmönnum sem koma hingað koma  til starfa,  í gegnum erlendar starfsmannaleigur," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. 

 

Vilhjálmur segir að trúnaðarmennirnir haldi því fram að þeirra fyrirtæki sé ekki samkeppnishæft við þau fyrirtæki sem eru með erlent vinnuafl og hafi þeirra fyrirtæki því orðið undir í útboðum að undanförnu.  "Trúnaðarmennirnir  krefjast þess að stéttarfélögin kanni ítarlega hver launin séu hjá þeim erlendu starfsmönnum sem eru að störfum hér á okkar félagssvæði og hvort þeir séu með þá iðnmenntun sem til þarf.  Fram kom í máli trúnaðarmannanna að ef ekki verður hægt að fá upplýsingar um kaup og kjör þessara erlendu starfsmanna, þá verði stéttarfélögin að grípa til einhverra róttækra aðgerða. Verklýðsfélag Akraness mun klárlega fylgja þessu máli eftir af fullum þunga því starfsöryggi íslensks verkafólks og íslenskra iðnaðarmanna er í húfi," segir Vilhjálmur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is