Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2005 10:04

Mikill aflasamdráttur á Vesturlandi

Í september var landað 3.922 tonnum af sjávarfangi í höfnum á Vesturlandi. Er það ríflega 44% samdráttur frá því í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Samanburðinn má rekja til þess að í ár var engum kolmunna landað á Vesturlandi en í fyrra var 3.674 tonnum landað á sama tíma. Aðrar fisktegundir halda nokkru jafnvægi á milli ára. Af einstökum höfnum á Vesturlandi varð mestur samdráttur á lönduðum afla á Akranesi. Í september í ár var landað 1.662 tonnum af sjávarfangi en á sama tíma í fyrra var landað 4.753 tonnum. Munar þar mestu að í ár var engum kolmunna landað. Hinsvegar hefur þorskafli aukist á milli ára á Akranesi eða úr 565 tonnum í 741 tonn.

 

Á fystu níu mánuðum ársins var landað 84.279 tonnum af sjávarfangi á Vesturlandi en á sama tíma í fyrra var aflinn 139.720 tonn. Samdrátturinn er því tæp 40%. Munar þar mestu minnkandi afla í síld, loðnu og kolmunna. Af einstöku höfnum má nefna að á Akranesi dregst landaður afli saman úr 104.332 tonnum í 44.284 tonn eða um rúm 57%. Af öðrum höfnum má nefnda að mikil aukning hefur orðið í lönduðum afla í Grundarfirði á milli ára. Í fyrra var landað 8.700 tonnum en í ár hefur verið landað 13.807 tonnum á fyrstu níu mánuðum ársins. Aukningin er því rúm 58% á milli ára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is