Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2005 10:17

Störf hjá Fjöliðjunni í hættu

Nokkur störf kunna að vera í hættu hjá Fjöliðjunni á Akranesi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um Landmælingar Íslands. Sem kunnugt er hefur verið kynnt að fljótlega verði lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um Landmælingar Íslands. Með breytingum á lögunum er ætlunin að Landmælingar hverfi af samkeppnismarkaði. Mun stofnunin því meðal annars hætta útgáfu og sölu landakorta sem fyrirtækið hefur gefið út um áratuga skeið.

 

Kortin hafa verið prentuð víða en á undanförnum árum hafa starfsmenn Fjöliðjunnar séð um endanlegan frágang þeirra t.d. með því að líma þau inn í kápur. Hefur það skapað Fjöliðjunni nokkrar tekjur. Fjöliðjan er verndaður vinnustaður sem starfar á grundvelli laga um málefni fatlaðra. Þar vinna einstaklingar sem ekki eiga kost á atvinnu á almennum vinnumarkaði.  Þorvarður Magnússon, framkvæmdastjóri Fjöliðjunnar segir samstarfið við Landmælingar Íslands hafa gengið mjög vel á liðnum árum og skapað nokkrar tekjur fyrir vinnustaðinn. Hann segir að fyrirhugaðar lagabreytingar séu því nokkuð áhyggjuefni. “Við höfum á undanförnum árum verið að tapa talsverðum verkefnum sem flust hafa úr landi,” segir Þorvarður. Hann nefnir sem dæmi að á síðasta ári hafi tapast stórt verkefni frá Landspítalanum. Þar hafi verið um að ræða framleiðslu á lyfjastaupum fyrir spítalann. Hann segist hafa skilning á útboðsleið ríkisins en spurning sé hvort ríkið eigi ávallt að vera í fararbroddi við að feta þá leið.

Í dag starfa milli 30-40 manns hjá Fjöliðjunni í um 15 stöðugildum. Þeim stöðugildum hefur farið nokkuð fækkandi og telur Þorvarður að verði fyrirhugaðar breytingar á rekstri Landmælinga að veruleika geti allt að 4-5 störf tapast í viðbót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is