Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2005 01:08

Starfsmönnum Landmælinga fækkar

Um nokkurt skeið hefur ekki verið í ráðið í stöður sem losnað hafa hjá Landmælingum Íslands á Akranesi. Með því er verið að undirbúa boðaðar breytingar á lögum um stofnunina á þann veg að það hverfi úr samkeppnisrekstri. Með breytingunum má ætla að um 5 störf fyrir háskólamenntaða tapist frá Akranesi.

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur umhverfisráðherra í hyggju að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um Landmælingar Íslands. Frumvarpið er afrakstur starfa nefndar sem skipuð var á sínum tíma til þess að fara yfir grundvöll að starfsemi stofnunarinnar.

 

Í grein sem Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skrifað í Kvarðann, fréttabréf Landmælinga Íslands, segir hún að Landmælingar Íslands gegni mjög mikilvægu hlutverki við að tryggja að jafnan séu til nauðsynlegar landfræðilegar upplýsingar um Ísland. Segir hún í greininni að flestir séu sammála um grundvallar hlutverk stofnunarinnar en skipta skoðanir séu hins vegar á því með hvaða hætti stofnunin komi upplýsingum sínum á framfæri. “Ástæða þess að ég taldi að nauðsynlegt væri að endurskoða hlutverk hins opinbera á þessu sviði er meðal annars sú, að síðustu misseri hefur komið til árekstra milli Landmælinga Íslands og einkafyrirtækja sem bjóða landupplýsingar,” segir orðrétt í grein ráðherra.

Þegar þessi niðurstaða hafði fengist og þeirrar ákvörðunar ráðherra að leggja fram frumvarp sem byggir á vinnu nefndarinnar hófu stjórnendur Landmælinga Íslands að undirbúa þær breytingar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að verði á starfseminni. Það er fyrst og fremst á útgáfusviðinu eins og áður segir. Að undanförnu hefur því ekki verið ráðið í stöður þær er losnað hafa. Í vor voru starfsmenn stofnunarinnar 33 talsins og að sögn Magnúsar Guðmundssonar forstjóra má ætla að eftir boðaðar breytingar verði starfsmenn um 28. Með breytingunum tapast því um 5 störf á Akranesi sem skipuð voru háskólamenntuðum starfsmönnum.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns tapast einnig nokkur störf hjá Fjöliðjunni á Akranesi vegna breytinganna. Má því ætla að ríflega 10 störf tapist á Akranesi vegna breytinganna.

Það vakti einnig athygli á dögunum að fyrirtækið Loftmyndir ehf. í Reykjavík sendi umhverfisráðherra tilboð í rekstur Landmælinga Íslands. Ekki má þó búast við að tilboði Loftmynda verði tekið, ef marka má orð ráðherra sjálfs í áðurnefndu fréttabréfi. Í þeirri grein sagði ráðherrann orðrétt: “Niðurstaða nefndarinnar er sú að æskilegt sé að opinberir aðilar tryggi tilvist og aðgengi að ákveðnum grunngögnum sem eru nauðsynleg almannahagsmunum og tryggi samræmi og lágmarks gæði landupplýsinga. Landmælingar Íslands munu áfram sinna þessu mikilvæga verkefni fyrir hið opinbera.”

Ekki náðist í umhverfisráðherra þar sem hann er erlendis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is