Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2005 04:02

Flutningabílstjórar óánægður með vegakerfið

Meirihluti flutningsaðila er óánægður með vegakerfið á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnum sem Vegagerðin lét gera meðal verktaka og flutningsaðila sem stofnunin á samskipti við og fór könnunin fram í júlí og ágúst. Svipuð könnun var framkvæmd sumarið 2004 og er því hægt að bera saman svör að nokkru leyti á milli ára. Ein þeirra spurninga sem lagðar voru fyrir flutningsaðila var hvað þeim fyndist um vegakerfið á Íslandi. Þeir sem voru ánægðir með vegakerfið voru 12% svarenda, eða sama hlutfall og í fyrra. Þeir sem eru þokkalega ánægðir með vegakerfið voru nú 32% svarenda en í fyrra var sá hópur 60% svarenda.

 

Óánægðum fjölgar umtalsvert á milli ára. Í fyrra voru þeir 24% svarenda en í ár eru þeir 56%. Í könnuninni kemur fram að áberandi sé að viðmælendur telji álag á vegum orðið mun meira en áður og vegirnir fullnægi ekki þeim kröfum sem gera þarf fyrir stóra og þunga bíla.

Í könnuninni kemur einnig fram að reynsla svarenda af þjónustu Vegagerðarinnar hefur einnig versnað milli ára. Þeim sem finnst þjónustan mjög góð er 4% svarenda en í fyrra var enginn svo ánægður með hana. Þeim sem telja þjónustuna góða fækkar úr 54% í 28% og þeim sem telja hana aðeins þokkalega fjölgar úr 13% í 48%. Einnig fækkar þeim sem telja að þjónustunni sé ábótavant. Í ár eru þeir 20% en í fyrra voru þeir 33% svarenda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is