Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2005 03:59

Konur á Akranesi undirbúa þátttöku í kvennafrídeginum

Konur á Akranesi undirbúa nú með óformlegum hætti að leggja niður störf á Kvennafrídaginn 24. október kl. 14.08, halda til Reykjavíkur og taka þátt í baráttufundi sem hefst á Ingólfstorgi kl. 16. Það eru fjölmörg samtök á landsvísu sem hvatt hafa konur til þess að leggja niður störf þennan dag og minnast kvennafrídagsins mikla sem haldinn var fyrir 30 árum síðan. Þann dag lögðu tugþúsundir íslenskra kvenna niður vinnu til að draga fram mikilvægi vinnuframlags þeirra til efnahagslífs og samfélags.

 

Dagurinn markaði þáttaskil í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna og vakti heimsathygli. Þó ýmislegt hafi áunnist í jafnréttismálum síðustu 30 árin er að flestra mati líka margt ógert. Á kvennafrídeginum gefst konum því mikilvægt tækifæri til að meta stöðuna og leggja línurnar fyrir framhaldið. Markmið dagsins nú sem fyrr er að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf, en hvergi í heiminum er atvinnuþátttaka kvenna jafn mikil og hér á landi.
Samt sem áður hafa íslenskar konur aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla og aðeins 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma. Konur um allt land hafa því verið hvattar til að leggja niður störf kl. 14:08 þennan dag, en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, 64.15% af launum karla. Ef miðað er við 8 stunda vinnudag kl. 9-17 eru þessir 5 tímar og 8 mínútur eru einmitt 64.15% vinnutímans.

Að kvennafrídeginum 2005 standa heildarsamtök launafólks og mörg kvennasamtök. Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og opinberir embættismenn hafa lýst stuðningi við kvennafríið og gefa starfskonum sínum frí í tilefni af Kvennafrídeginum, m.a. félagsmála- og menntamálaráðherrar.

Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu, tómstunda- og íþróttasviðs Akranesbæjar segir konur hafa rætt óformlega hugsanlega þátttöku í hátíðarhöldunum í Reykjavík og undirtektir hafi verið góðar. Hún hafi sem sviðsstjóri einnig kannað hug kvenna á vinnustöðum sem heyra undir hennar starfssvið hjá bænum þar með talið leikskólana. Hún muni leggja skýrslu um málið fyrir bæjarráðsfund í vikunni.

Verði þátttaka góð hjá konum almenn má búast við því að vinnustaðir sem að starfsemi vinnustaða sem að stórum hluta eru mannaðir konum muni lamast. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is